mánudagur, október 23, 2006

Uppgjör helgarinnar

Ég vil byrja á því að þakka fyrir góðar móttökur við minni fyrstu færslu.

En nóg um það, helgin sem leið var frekar ljúf. Vetrarfrí í skólanum og rólegheit. Föstudagurinn byrjaði á léttu spilakvöldi hjá Oddi og Kristínu en endaði í algjöru rugli niðrí Kollegibar. Það á það til að gerast.

Á laugardaginn var svo strákakvöld í C-104 ( sem er íbúðin mín). Gestir mínir voru þeir Oddur Helgi og Hörður Ingi. Hörður bauð uppá lambakjöt, sem var líka svona rosa gott. Eins og spekingurinn orðaði það: Mynd segir meira en þúsund orð.



Endaði kvöldið með léttri bæjarferð, sem er í engan stað minnisstæð. Strákurinn ekki alveg í stuði og ekki enn kominn með prófgráðu í dönsku skemmtanlífi og skemmtistöðum. En ég skal vera búinn að vinna mína heimavinnu áður en ég fer næst niður í bæ.

Sunnudagurinn fór í fótboltagláp. Ég er nýbúinn að fjárfesta í myndlykli sem gefur mér aðgang að ensku deildinni og meistaradeildinni, mér og nokkrum öðrum íbúum Oresundskollegisins til mikillar ánægju. Íbúðin fylltist af fótboltaáhugamönnum sem fylgdust spenntir með stórleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni þ.e. viðreign Manchester United og Liverpool. Eftir leikinn fóru nú flestir heim en veislan var bara rétt að byrja hjá mér. Horfði á Reading – Arsenal, Inter – Udinese og svo loks Real Madrid – Barccelona. Augun orðin létt ferköntuðu í lok dagsins.

Í vikunni byrjar skólinn aftur á fullu. Þarf að byrja á fyrirlestri um El Cid sem var riddari á Spáni á sínum tíma. Svo þarf að lesa nokkrar blaðsíður í hinum fögunum en þetta á ekki að vera neitt sem ég ræð ekki við.

Í lokinni er rétt að minnast á það að ég er búinn að stofna myndasíðu eins og allir aðrir sem byrja með bloggsíðu, enda er ég hrikalega frumlegur. Ég bý til tengil hérna á hliðinni þar sem hægt verður að nálgast myndirnar.

En þangað til næst, verið þið sæl.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim