föstudagur, október 27, 2006

Nýjasta nýtt

Vikan er búin að vera fljót að líða. Fór loks í tíma á miðvikudaginn eftir gott vetrarfrí. Byrjaði á að mæta ólesinn því ég hafði misskilt hvað kennarinn setti fyrir. Góður árangur það.

Tók léttan Texas Hold´em með nokkrum Íslendingum í gær. Gekk nú ekkert allt of vel. Ljóst er að ég þarf að fara að spila þetta aðeins oftar en á hálfs árs fresti ef ég ætla einhvern tímann að taka pottinn heim.

Helgin er að verða fullbókuð. Er boðin í afmæli hjá Önnu Láru í kvöld það verður eitthvað bíó. Á laugardaginn þarf ég að vera mættur klukkan 10 fyrir framan skólann minn. Ástæðan er námsferð til Svíþjóðar. Verður farið til Ales Stena í Suður-Svíþjóð. Verður þetta í fyrsta skipti sem ég heimsæki Svíþjóð og er ég vel spenntur fyrir því. Þar sem ég þekki einungis steríotýpu af Svíum býst ég við því að þeir verði allir ljóshærðir og vel gelaðir. Þessi námsferð er á vegum Nordic Mythology kúrsins. Þá er sagan þó einungis hálfnuð vegna þess á sunnudaginn fer ég í aðra námsferð. Er stefnan sett á Frederiksborgarkastala þar sem kastalinn verður skoðaður bak og fyrir. Þessi námsferð er á vegum Danish Culture kúrsins. Hver námsferð tekur minnst 6 klukkutíma og ég þarf að koma með nesti með mér. Á milli þessa námsferða verð ég að gera 20 mínúta fyrirlestur fyrir Spain in the Middle Ages sem ég á að flytja á miðvikudaginn. Æðislegt það.

Síðan mín er víst eitthvað búin að vera að haga sér illa nýlega. Ég fór eitthvað að fikta í kóðanum í tilraun til þess að pimpa aðeins upp á hana og það tókst líka svona vel. Ég vona þó að hún sé komin í lag núna.

Kem með einhverja sleggju eftir helgi en þangað til eigið góða helgi.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim