Fréttir, atburðir, árás og kosningaslagur
Þrátt fyrir loforð í seinustu færslu verð ég að spara sleggjuna þangað til seinna. Því af mér er mest lítið að frétta. Náði mér í kvef um helgina og er búinn að vera veikur heima síðan. Þessar námsferðir fóru illa með mig. Það var samt gaman í þeim báðum og ég tók smá af myndum sem verður hent inn við tækifæri.
Það er samt ekki furða að maður sé að verða veikur hérna. Í nótt var stormur og í dag byrjaði að snjóa, fyrir utan að það er orðið skítkalt úti. Stormurinn í nótt fór illa með hjólin og ruslatunnurnar sem lágu út um allt en þó sérstaklega með tréið í bakgarðinum.

FCK – Man.Utd. í kvöld, MTV hátíðin á morgunn, Tuborg Julebryg kemur út á föstudaginn og annar stórleikur FCK – Brondby á sunnudaginn. Allt að gerast hér í Kaupmannahöfn. Reyndar er ég ekki með miða á neinn af þessum atburðum en jólabjórinn er gefins fyrsta klukkutíman svo ég fæ allavega bjór.
Ég fór út að hlaupa um daginn sem er ekki frásögu færandi nema að ég náði því merka afreki að hlaupa á umferðaskilti. Það er orðið frekar dimmt hérna úti og það voru bara ljósastaurar hinu megin götunnar svo ég sá ekki mikið og allt í einu réðst bara skiltið á mig! Mér stórbrá en meiddi mig sem betur fer ekki mikið. En engu að síður var þetta mega fyndið og ég þakka fyrir að enginn hafi séð þetta.
Að lokum vil ég lýsa yfir stuðningi mínum við Ragnheiði Elínu sem sækist eftir 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins á Kraganum, nánar tiltekið Suðvestur kjördæmi, sem er einmitt kjördæmi Seltirninga. Ég hvet alla til að kíkja inn á ragnheidurelin.is og kíkja baráttumál hennar.
Jæja, ég er farinn að horfa á FCK – Man.Utd í sjónvarpinu, sem er bara alveg eins og að vera vellinum sjálfum. Já…
Later
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim