þriðjudagur, júní 19, 2007

Sumarfrí

Skilaði seinni ritgerðinni minni inn í gær. Fyrstur til að viðurkenna að ég get gert aðeins betur en þetta en svona er þetta stundum. Var samt orðinn nógu sáttur með hana í lokin fyrir skil. Þakka systur minn kærlega fyrir alla hjálpina við báðar ritgerðinnar. Svo nú er ég bara kominn í sumarfrí í orðsins fyllstu merkingu. Ekkert planað fyrir Hróaskeldu nema að skemmta sér og njóta þess að vera í fríi.

Eiríka móðursystur og Dói maðurinn hennar komu til Danmerkur á miðvikudaginn síðasta til þess að fara Genesis tónleika. Með þeim kom dóttir þeirra og frænka mín Esther Elín. Á meðan þau fóru og horfðu á Phil Collins tromma og tralla varð hún eftir hjá mér. Það var mjög gaman að fá hana í heimsókn. Við fórum saman á Guinness World Record safnið á Strikinu og svo auðvita í Tívolí þar sem þessi mynd er tekin af henni með Candy Floss.



Á föstudeginum buðu svo Eiríka og Dói mér Hereford steikhúsið þar sem ég fékk æðislegan mat. Vil þakka þeim öllum kærlega fyrir heimsóknina og fyrir mig.

Hef frá því í mars verið að senda heim dót héðan frá C-104 og er búinn að segja upp leigunni. Nú er bara að fara ganga frá rest, get dúllað mér við það, ég hef nægan tíma allavega. Oriðið óhugnalega stutt í að ég komi heim. Er orðinn verulega spenntur að hitta alla.

Vil nota tækifærið og óska Döggu systir, Pálmari, Evu og öllum hinum sem voru að útskrifast um helgina til hamingju með þann árangur.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim