Kosningavaka
Spennandi kosningum lokið. Er búinn að vera nokkuð úr sambandi þessar kosningar enda búsettur í öðru í landi. En að sjálfsögðu nýtti ég mér minn lýðræðislega rétt og kaus utankjörstaðar í Sendiráðinu í Kaupmannahöfn. Með um það bil 10.000 þúsund manns búandi í Kaupmannahöfn fannst mér skrýtið að ekki var lögð meira áhersla hjá flokkunum að kíkja hingað og kynna málefnin sín. Sá samt að Samfylkingin hefði komið hingað en hef ekki fundið neitt frá öðrum flokkum. Gæti haft eitthvað með það að gera að nún er hægt að finna mest allt um kosningastefnur flokkanna á netinu ef fólk hefur áhuga.
Þarf ekkert að fara ítrarlega yfir úrslitin. Annað hvort vitið þið þau eða þið hafið ekki áhuga á að vita þau. Ég var nokkuð ánægður með kosningarnar í heild sinni. Sáttur með árangur Sjálfstæðisflokksins og að ríkisstjórn hélt velli. Ekki kannski eins ánægður með fréttir þess efnis að hún ætli að halda áfram óbreytt. Fannst kjósendur vera að senda Framsókn viss skilaboð. Finnst líka ekki rétt að vera með ríkisstjórn þar sem einungis einn aðili þarf að vera ósammála svo að stjórnarandstæðan fái meirihluta. Með formanninn ekki á þingi og innanbúðarmál í nokkru ójafnvægi uppá síðkastið hjá Framsókn finnst mér ekki rétt að halda áfram ríkisstjórn Sjálfstæðisflokk og Framsókn. Þó mundi ég kjósa þá ríkisstjórn fram yfir gamla R-lista samstarfið sama hvaða dag vikunnar sem er.
Árangur Sjálfstæðisflokk og Vinstri-Græna var glæsilegur í þessum kosningum. Sjálfstæðisflokkurinn er búinn að vera í ríkisstjórn síðustu 16 ár og hefur tæklað mörg umdeild stórmál á þeim tíma. Bættir við sig 3 nýjum þingmönnum, er enn lang atkvæðamesti flokkur landsins og nýtur mest traust. Með Vinstra-Græna er þetta einnig frábær sigur sökum þess að hér á landi er til annar jafnaðarmannaflokkur, sem er reyndar ekki eins langt til “vinstri”, og flokkur þar sem umhverfismál eru númer 1,2 og 3. Það virtist þó ekki koma af sökum og flokkurinn bætti við sig 4 nýjum þingmönnum.
Ég og Oddur horfðum saman á kosningarnar. Kosningavaka er eitt af mínu uppáhalds sjónvarpsefni og hefur verið alveg frá því að ég horfði á mínu fyrstu Alþingiskosningar 1995 með afa og ömmu upp á Grundargerði. Mér fannst þetta rosa spennandi og hef í raun ekki enn komist yfir þessa spennu. Ég entist til 5 af dönskum tíma þegar ég eiginlega rak Odd út sökum þreytu og fór í rúmið með fallna ríkisstjórn. Vaknaði svo 11 daginn eftir og flýtti mér að kíkja inn á mbl.is, ég vissi það ekki þá en lokaniðurstöðurnar voru bara nýdottnar inn og ríkisstjórnin hélt velli.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim