Að mæla götuna
Hefur verið starfsheiti margra góðra manna (og kvenna) yfir sumartímann. Svo virðist sem ég bættist í þann góða hóp í sumar ef fer sem horfir. Eftir að sammningaviðræður við Eimskip sigldu í strand sit ég sár eftir án starfs í sumar. Ég hélt að ég hefði verið búinn að ná samkomulagi við yfirmann minn í Eimskip en hef greinilega misskilið manninn svona hrikalega.
En ekki örvænta strax. Ég er farinn á fullt í málið og er byrjaður að væla í bænum að gefa mér starf, við sjáum hvernig það fer. Ég er draumur hvers manns sem er að ráða sumarfólk í vinnu. Ég get ekki byrjað að vinna fyrr en 16. júlí, fer til Eyja um Verslunarmannahelgina og þarf að hætta um leið og Háskólinn byrjar. Ég mundi ekki einu sinni ráða sjálfan mig.
Annars ætti bara að reka Hildi af leikskólanum á Nesinu og gefa mér starfið. Ekki viljum að krakkarnir alist upp haldandi að 101 sé staðurinn og það sé í lagi að vera artý fartý. Ó nei, frekar kjósum við Seltirningar áframhaldandi dugnaðar viðskiptafræðinga sem stefna að heimsyfirráðum. Nei, fyrirgefðu Hildur, ég vil ekkert að þú missir starfið þitt, missti mig bara smá í biturleikanum.
Annars var ég að segja upp leigunni af C-104 sem er ágætis spark í rassinn um að ég sé á leiðinni heim.
Já, ég er að blogga því ég á að vera læra.
Leiter.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim