Roskilde 2007
Almenn leti hefur verið til þess að ég hef ekkert ritað hér í marga daga. Eftir að skólinn kláraðist er ég búinn að vera að taka því full rólega og varla nennt neinu. En þeir dagar eru nú búnir og sanna ég það hér með góðri færslu.
Fyrir tveimur helgum komum mamma og pabbi í heimsókn eins og greint var frá hér síðast. Alltaf gaman að sjá þau og skemmtum við okkur vel á þessum stutta tíma sem þau voru hér. Fóru meðal annars út að borða á Reef and beef sem er vinsæl ástralskur veitingastaður hér í borg. Fékk mér kengúru sem smakkaðist mjög vel.
Síðan er ég búinn að vera að ganga frá lausum endum í sambandi við heimför. Mörgu að hyggja fyrir þetta allt saman.
Á mánudaginn komu svo Davíð, Gerður, Ívar og Enric í tveggja daga heimsókn á Øresundskollegið. Ég og Oddur skiptum gestunum bróðurlega á milli okkar. Aldrei lognmolla í kringum þetta fólk og að venju var vel setið á Kollegibarnum margfræga. Þau fara svo í dag.
Ég fór á sunnundaginn með Ingva félaga úr I.F. Guðrúnu og nágranna til Hróaskeldu. Fékk bandið mitt og er búinn að veifa því um stoltur síðan. Við tveir tjölduðum 7 tjöldum og mynduðum þetta huggulega camp þar sem við eigum eftir að eiga heima í út hátíðina. Hróaskeldufélagarnir byrjuðu svo að detta inn hver á fætur öðrum. Bjarmi mætti á mánudaginn og Orri á þriðjudaginn. Spennan byrjuð að magnast í hópnum. Planið er að fara í dag á hátíðina. Í kvöld mætir svo Beta og þá er allt mitt samferðafólk á þessari hátíð mætt.
Ingvi félagi er klár strákur. Hann á svona síma sem tekur myndir og þeim er hægt að upphlaða svo strax á veraldarvefinn. Hann ætlar því að halda út lítilli myndasíðu á meðan hátíðinni stendur. Þessi tækni, ótrúleg. Á síðunni verða eflaust einhverjar myndir af okkur og líka af ástandinu á hátíðinni svo ég ætla gefa hér linka á þessa síðu fyrir áhugasama. rafninn-roskilde-2007.blogspot.com
Meira var það ekki í bili. Farinn á Hróaskeldu. Leiter
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim