sunnudagur, ágúst 19, 2007

Þetta mánaðarlega

Nei, ég er ekki byrjaður á túr, ég er bara að blogga. Oddur tók það nú að sér að drepa bloggið mitt um daginn en það er ekki dautt úr öllum æðum enn. Smá vanræksla og maður er bara drepinn, það er nú einu sinni sumar. Ótrúlegt að maður sé ekki hangandi fyrir framan tölvuna bloggandi 24x7. En nóg um það.

Eyjar voru æðislegar. Kom mér mikið á óvart hversu gaman var. Hef yfirleitt hangið heima um Verslunarmannarhelgar og látið fleygar setningar eins og "fínt að vera heima á meðan allir hálfvitarnir fara úr bænum". Núna var ég sem sagt einn af hálfvitunum í Eyjum. Náði að gera allt það helsta sem á að gera í Eyjum eins og að fá mér lunda, fara í fjallgöngu og hlusta Árna Jóhnsen í brekkunni. Mannskapurinn var líka ekki að verri endanum Orri og Gaggi voru mér yfirleitt við hlið, handboltahetjurnar í Gróttu sem við deildum húsi með fá hæstu einkunn og svo koma festival-bróðir minn hann Bjarmi auðvita, Tinna kom á sunnudeginu og kenndi mér rétta Eyja hegðun enda stelpan reynslumikil Þjóðhátíðarfari, síðast en ekki síst vil ég minnast á frábæra innkomu Röggu frænku á sunndeginum. Kastaði inn myndum frá Eyjum á myndasíðuna mína, það má nálgast þær hér. Var samt frekar latur á kubbnum svo afraksturinn er ekkert til að hrópa húrra fyrir.

Ég er búinn að ráða mig í vinnu í vetur og verð leiðbeinandi á leikskólanum Mánabrekku sem er hér í næsta nágrenni við mig. Verð þar á bankastjóralaunum líkt og aðrir leikskólakennarar eru á nú til dags.

Hljóp hálft maraþon í Reykjarvíkurmaraþoninu í gær. Fór kílómetrana 21 á 1:28:12. Er gríðarlega ánægður með þennan tíma enda var markmiðið að vera undir 1:30. Samkvæmt marathon.is var ég númer 39 af 1142 þáttakendum. Eins og les má af skrifum mínum er ég nett montinn af sjálfum mér. Dagrún systir á líka mikið í þessum tíma en hún hjólaði með mér, studdi mig og gaf mér einhver ógeðsleg prótein boost sem skiluðu sínu.

Nú fer að styttast í annan endann á þessu sumri og líður að skólasetningu. Ég byrja 3. sept í sagnfræðinni og stefni að því að útskrifast næsta júní. Ef Guð lofar og ég nenni. Þetta kemur bara allt saman í ljós.

Farfuglarnir farnir að týnast út. Robbi farinn til Sviss, Tinna til Bama og næst fer Hildur á föstudaginn. Verður tómlegra á klakanum án þeirra. Í staðinn fær maður ástæðu til að flýja til útlanda í heimsókn.

Þetta var það helsta. Verð eflaust svipað virkur næstu 2 vikurnar en tek mér taki þegar skólinn byrjar. Síðan er vilji fyrir því að hressa aðeins upp á útlit síðunnar, kíki á það síðar. Leiter.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim