þriðjudagur, október 02, 2007

Sweet home Alabama

Það þurfti ekkert að pína mig til að titla ferðasöguna með þessu nafni. Enda eina nafnið sem kemur til greina þegar ferðast er til Alabama.

Svo ég haldi áfram eða réttara sagt byrji. Ég og Bjarmi ákváðum fyrir hartnær 8 mánuðum síðar að heimsækja Tinnu til Alabama þetta haust og eins og sannir heiðursmenn stóðum við okkur skuldbindingu.

Við flugum út föstudaginn 14 september og komum heim aðfaranótt sunnudagsins 23. Flugið út var langt eða um 14 tíma ferðalag. Í seinna tengifluginu frá Boston-Atlanta var líka smá töf sökum þrumuskýa. Ég veit ekki með ykkur en ég er ekkert alltof graður í að sjá eldingar í flugvélagluggunum þegar ég staddur í þeim.

En þetta ferðalag var allt þess virði þegar við sáum hana elsku Tinnu okkar. Við fengum höfðinglegar móttökur og allan tíman var farið með okkur eins kónga. Ég þakka hér með Tinnu og sambýling hennar, henni Önnu Beggu, fyrir það. Kynntumst við líka David, kærasta Tinnu, sem reyndist vera þessi frábæri gaur sem tók okkur mjög vel og sá til þess að okkur leiddist aldrei.

Við fórum á leik í amerískum háskólafótbolta í Auburn, sem er borg í Alabama og í henni er einmitt þessi skóli, sem er samkvæmt mínum heimildum næsti stærsti háskóli fylkisins. Gríðarlegur áhugi er á háskólafótboltanum þarna úti og mættu til að mynda u.þ.b. 80.000 manns á þennan leik og mikil stemming. Til marks um áhugan söng Taylor Hicks, sigurvegari American Idol, í hálfleiknum undir öruggs undirspil lúðrasveit skólans. Sigurinn var þó ekki heimamanna að þessum sinni heldur fór Missipi State með sigur hólmi í þó ágætlega spennandi leik.

Tinna keppti einn leik á meðan dvöl okkar stóð. Ég og Bjarmi sátum á fremst bekk og sáum AUM leggja örugglega gestaliðið 5-2. Rétt er að minnast að Anna Begga skoraði tvö mörk í þessum leik og Tinna sá um vörnina að stakri prýði.

Þess á milli versluðum við, fórum í sólbað eða eyddum stundum okkar í almennt letilíf. Við versluðum í Montgomery sem er fjölmennasta borg fylkisins og fórum yfir til Georgia og heimsóttum Atlanta, þar var enn meira verslað og kíkt á Ólympíugarðinn sem var reistur af tilefni Ólympíuleikana 1996 sem fóru fram í borginni.

Ég fór í annað skiptið á ævinni í golf og batnaði leikur minn talsvert þegar leið á brautina. Geng þó ekki það langt að segja að ég sé góður.

Kíktum út á lífið. Fórum á rosalegan bandarískan háskólaskemmtistað. Staðurinn var nokkuð fyndinn í mínum augum. Til dæmis dönsuðu allir sama dansinn, þ.e., stelpurnar nudduðu rassinum upp að klofi dansfélaga síns sem iðulega svaraði í þeirri mynd að þykjast slá hann. Þrátt fyrir að kalla mig liðtækan á dansgólfinu þá ákvað ég að sleppa því að dansa að þessu sinni.

Við kvöddumst síðan með tárum á snemma á sunnudagsmorgninu. Millilentum aftur í Bostom og áttum nú nokkra tíma aflögu svo við fórum niður í bæ. Boston reyndist mjög falleg og sérlega hrein borg miðað við okkar fyrri áfangastaði í þessari ferð. Væri mjög gaman að fara aftur þangað og geta eytt þar meiri tíma.

Ég held að þetta telji upp megin atburðina. Er þó eflaust að gleyma einhverju. Þetta var samt æðisleg ferð og þakka ég enn og aftur Tinnu fyrir mig. Ég setti nokkrar myndir úr ferðinni hingað hingað.

2 Ummæli:

Þann 11:40 f.h. , Blogger Oddur og Kristín í København sagði...

Hann lifir, hann lifir, hann lifir en!!!

Amen

 
Þann 7:06 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

Gussi hatar ekki steikina!

Velkominn aftur!

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim