þriðjudagur, nóvember 07, 2006

Bakkabræður sameinaðir

Ég vil byrja á því að gefa massa shout out til Pabba. Um helgina hljóp hann eitt stykki maraþon í New York og lauk því á 4:22:03, sem er flottur tími. Ég hef verið að monta mig af mínu hálf maraþoni sem ég hljóp í sumar, fer þá bara ekki kallinn og gerir helmingi betur, meira en helmingri eldri. Mér finnst hann vera að senda mér skýr skilboð að hann sé helmingi betri en ég og er lítið annað gera í stöðunni en að samþykkja það. Ég vonandi næ að jafna kallinn einhvern tímann

Á föstudaginn kom Tuborg Julebryg út hér í Danmörku. Allir bjórdrykkjumenn þekkja þennan drykk enda einstaklega góður löður sem er einungis seldur í kringum jólin. Það er alltaf rosa hátíð um allt Danaveldi þegar hann kemur út og það má ekki byrja að selja hann fyrr en 20:59, fyrsta föstudag í nóvember. Crewið fór niður í bæ og kíkti á stemminguna. Myndir af atburðum má nálgast á myndasíðunni hans Odds en vélin mína ákvað að vera batterílaus eftir fyrstu mynd kvöldsins. Ég ákvað þó að henda einni mynd inn hér.

Ég er þarna búinn að dæma árganginn og svipurinn segir allt um það hversu góður hann er.

Í gær lentu svo Gaggi og Orri í Kaupmannhöfn. Ég er búinn að bíða lengi eftir þessari heimsókn og það var alveg frábært að sjá strákana. Þeir verða hérna hjá mér í um það bil viku. Er planið að kíkja á FCK-Elfsborg á Parken á morgunn, fara í heimsókn í Carlsberg verksmiðjuna, fara í biffen og sjá Borat, kíkja á Strikið, Fields og Fisketorvet og Bakkabræðrast eitthvað. Það voru ekki liðnir 5 tímar frá því þeir lentu að PES6 var kominn í gang heima. Það segir eitthvað um hversu eðlileg þessi heimsókn verður.

Aftur að námsbókunum. Seinna.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim