mánudagur, janúar 22, 2007

Þromba!

Ég hélt að ég yrði duglegri við að blogga á meðan ég var heima, en um leið og ég kom heim fann ég ekki fyrir neinni þörf að blogga. Heima er maður oftast í nógu góðu bandi við sína nánustu og þeir vita hvað er í gangi. Það er til dæmis ástæðan fyrir að ég byrjaði aldrei að blogga fyrr en ég kom út.

En ég er kominn aftur í til Kaupmannahafnar. Mætti í fyrrum höfuðstað Íslendinga þann 14 janúar. Það er mega gott að vera kominn aftur. Það er samt ekki eins og ég hafi haft eitthvað betra að gera en að blogga því ég er enn í fríi þangað til 1. febrúar en þá fer skólinn aftur í gang. Búinn að finna nokkra kúrsa sem mér líst ágætlega á. Hætti í þessum rugl skiptinema kúrsum og fara aftur í einhverja alvöru sagnfræðikúrsa.

Mikilvægt sem er búið að gerast. Ég skal týna eitthvað til: Það var brotist inn í mínu hélgu vé í C-104, en mér sýnist þjófurinn hafa tekið nákvæmlega ekki neitt. Ég sakna einskis. Hélt að hann hefði rænt vefmyndavélinni minni og hélt því fram lengi vel, eða alveg þangað til að ég fór að þurrka af hillunni minni og fann hana á bak við bækurnar mínar, en þá rifjaðist það upp fyrir mér að ég faldi hana þar áður en ég fór heim. Stundum er ég svo sniðugur að ég kem sjálfum mér á óvart. Ég keypti mér síma þegar ég kom hingað aftur, númerið það samt það sama, en hinn síminn var síbatterílaus og leiðinlegur. Pétur Einars er að flytja heim, mér til mikillar gremju, en Guðrún vinkona og fyrrum bekkjarsystir fluttist út, mér til ánægju.

Fyrsti snjódagurinn í Kaupamannahöfn í vetur var í dag. Það er fyndið að sjá fólk hjóla í snjó.

Byrja núna aftur að henda inn reglulega. Svo þangað til næst, veri þið blessuð.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim