föstudagur, desember 01, 2006

Gamli gestagangurinn

Nú eru allir mínir gestir mættir. Bjarmi flaug inn í gær og þá er allt crewið mætt (eða þeir sem gátu mætt). Við vorum búin að taka því rólega fyrir komu hans stelpurnar bara búnar að vera versla og ég búinn að vera í skólanum. Eftir komu Bjarma var allt sett á fullt og kollegibarinn heimsóttur. Afrakstur þess er að við erum öll frekar óver núna, sumir þó verr en aðrir. Sökum plássleysis flúði Hildur til Coop vinkonur sínar svo hún slapp frá öllu þessu rugli. Dagskráin er nokkuð frjáls en fyrir utan að þau ætla versla er planið að kíkja á Carlsberg verksmiðjuna, Tívolí og jafnvel Parken. En hvað rætist úr því kemur bara í ljós.

Ég tók síðan slaka akademíska ákvörðun en góða jólafrís ákvörðun. Sagði mig úr Cross and Cresent: Spain in the middle ages og tók frekar ritgerð í Danish Culture áfanganum. En ég hefði átt að skila 25 bls ritgerð 4. janúar í Spánaraáfanganum sem hefði semi eyðilagt jólafríið mitt. En nú þarf ég bara að skila 8 bls ritgerð um danska menningu fyrir 20. des. Svo þegar gestirnir fara fer allt á fullt í lærdómnum því nú þarf ég að skila tveimur ritgerðum 20. des. En er maður ekki oftast bestur undir pressu? Ég held það nú.

Að lokum smá skilaboð til Tinnu og Robba frá okkur hinum: Tinna og Robbi við söknum ykkar mega! Vildum að þið gætuð verið hérna hjá okkur. En það styttist í jólafrí og Bjarmi er búinn að lofa spilakvöldi í nýja pleisinu sínu svo það er ekki langt bíða eftir hitting. Ef þið hagið ykkur vel er aldrei að vita nema að þið fái símtal frá okkur.

Kveðja frá ruslahauginum sem einu sinni var fallega íbúðin mín.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim