Læri læri lær!
Ég er frekar rólegur þessa dagana. Er að klára 15 bls ritgerð í Nordic Mythology áfanganum sem ég er í. Fjallar ritgerðin um hvort Loki Laufeyjarson hafi verið einn af goðunum eður ei. Það gengur fínt að skrifa, er reyndar að skrifa á ensku og það hefur reynst aðeins erfiðara en ég átti von á. Kom mér svolíið á óvart hvað ég er með lélegan orðaforða miðað við hvað að ég hef alltaf hrósað mér að góðum árangri í ensku.
Jólin eru að nálgast hratt. Þau ná alltaf að læðast aftan að mér. Á eftir að kaupa nokkrar jólagjafir en ætla að ráðast í það um helgina. Hlusta nánast einkum á jólalög þessa dagana við skriftir einungis til þess að auka geðveikina. Anna Lára og Höddi ætla halda upp á Litlu-jólin á laugardaginn og er góð stemming fyrir því. Verður boðið upp á hangikjet og lambalæri svo eitthvað sé nefnt.
Ég býst fastlega við því að fljúga heim þann 20. des. Var búinn að velta nokkrum dögum fyrir mér en þessi virðist henta best. Ekki frá því að það er komin smá spenna í mig að halda heim á leið. Sérstaklega eftir að ég lenti í smá drama í skólanum um daginn sem endaði samt einkar vel í lokinn.
Vill líka hér með óska Pálmari góðs gengis í prófunum. Hann er núna að læra fyrir þessa geðveiki sem kallast Almenn Lögfræði. Ég vona að halda upp heiðri okkar sagnfræðinemi og rústi þessu prófi. Vonandi að hann lesi heldur ekki yfir sig því þá verður ekkert gaman að fá sér einn Julebryg með honum um jólin. Pálmar! Ég sakna þín.
Farinn aftur að læra.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim