Þökk Þökk
Ég vil þakka fyrir allar afmæliskveðjunar sem ég fékk í gær. Sama í hvernig formi þær bárust. Fyrir þá sem gleymdu því þá elska ég ykkur alveg jafn mikið bara aðeins minna.
Hápunktur dagsins var þegar Árni Þór, 4 ára frændi minn, söng afmælissönginn fyrir mig í gegnum síma. Veit ekki hvað er langt síðan að einhver söng fyrir mig afmælissönginn og hvað þá að jafn mikilli innlifun.
Það var haldið smá boð í íbúðinni hans Odds fyrir mig í gær. Þar kom þetta helsta fólk sem ég er með hérna úti. Ég fékk æðislegar gjafir. Ber að nefna blómakörfu, mynd af mér með Basshunter (þrátt fyrir að ég hef aldrei hitt manninn), afmælishatt, geðveika lyklakippu og flottan bol. Eftir festið var haldið á Dr. Spock sem tryllti líðinn á The Rock niðrí bæ. Það var fín upplifun að sjá þá live. Óttar Proppe geislaði af kynþokka. Svo var farið frekar snemma heim, edrú, enda að skrifa á fullu.
Seinna í dag ætla ég njóta afmælisgjöfina sem ég gaf sjálfum mér, leyfi til að horfa á nágrannaslaginn í Manchester borg.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim