Himmaheimsókn
Löng helgi að baki. Himmi mætti á fimmtudaginn og þá fór allt í gang. Ég eiginlega rankaði bara við mér á sunnudaginn með hausverk og enga peninga í veskinu. En fjandinn hafi það þetta var þess virði. Á fimmtudaginn var farið í bæinn og Hilmar keypti sér skó aldarinnar. LA Lakers strigaskó sem eru frekar smooth og var hampað alla ferðina. Eftir það var kíkt á kollegibarinn.
Föstudagurinn byrjaði með léttum tíma en ég kláraði skólann um 13. Þá héldum ég, Oddur og Höddi með túristann í Carlsberg og svo í Christaníu. Um að gera að skoða menninguna. Um kvöldið kom Sigga Hrönn yfir á kollegið og var mikið spjallað, hlegið og rifjað upp. Kvöldið endaði niðrí bæ á skemmtistaðnum Moose.
Á laugardaginn var haldið í Lundromat, sem er matsölustaður sem Frikki Weiz á í og er vinsæll með Íslendinga hér Køben. Þar fékk ég besta hamborgara sem ég hef smakkað á tíma mínum hér í Kaupmannahöfn. Um kvöldið var bjórkvöld hjá IF Guðrúnu. Þar var heljarinnar för. Gaman að segja frá því að Kristín, kærastan hans Odds, vann tvo miða fram og tilbaka til Íslands í happdrætinu. Svo var hringt í Jölla í gegnum Skype. Gaman að sjá strákinn þó svo samtalið hafi kannski ekki verið upp á marga fiska. Erfitt að vera þrír að tala við einn.
Á sunnudaginn fór ég í hjólatúr með Guðrúnu. Byrjað var að fara í Jónshús og keypt miða á Þorrablótið sem er um næstu helgi, ég er þó ekki að fara. Svo endaði túrinn eiginlega bara í skoðunarferð um Kaupamannahöfn þar sem meðal annars Litla hafmeyjan var heimsótt. Hún er alltaf jafn lítil. Hilmar var svo kvaddur um kvöldmatarleitið. Í tilefni konudagsins splæsti ég í símtal til Mömmu og Fríðu. Þær eru konunar í mínu lífi. Fríða á skíðum í Frakklandi, nett öfund í gangi hjá litla bróður.
Síðan buðu Anna Lára og Höddi í bolluveislu í gær. Það verður að halda fast í íslensku hefðinar þó svo maður sé staddur í öðru landi. Bollurnar sviku engann og voru mjög góðar.
Þessa vika fer örugglega mest í það að taka það rólega og halda áfram að æfa og læra. Meistaradeildarvika og skemmtilegheit.
Að lokum. Ég kastaði inn myndum á myndasíðuna mína. Þær eru allar mjög slæmar og vekja upp í mér nettan kjánahroll, sem betur fer get ég ritskoðað myndirnar áður en ég kasta þeim inn. En um að gera að skoða þær. Oddur tók fleiri myndir sem þið getið skoðað hér.
Ég vil bara enda með því að þakka Oddi og Himma, og jú öllum hinum líka, fyrir frábæra helgi.
Leiter
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim