miðvikudagur, febrúar 14, 2007

Mittpláss á myspace

Ég gleymdi alltaf að segja frá því hverju ég lofaði Pétri Einars þegar hann flutt aftur heim. En það var að stofna myspace aðgang. Ég efndi loforðið er núna orðinn einn af mörgum notendum minnspláss. Með þessu var ég líka að fullkomna mitt rafræn líf. Ég vil líka kenna einmitt myspace um það hversu latur ég var við það að blogga. Það einhvern veginn átt minn tíma og það var aldrei tími fyrir að blogga. Síðuna mína má sjá hér og ætli ég hendi ekki líka í einn tengil á síðuna. Ef þið þekkið mig og eruð með aðgang megið þið alveg spurja hvort ég vilji ekki vera vinur ykkar, ég hef allavega einkum neitað enn.

Ég fór upp á Alþjóðaskrifstofu Kaupmannahafnarháskóla í dag því ég þurfti að fá undirskrift á eitthvað plagg um að ég væri í skóla fyrir kollegið mitt. Þar komst ég að því að ég náði báðum þessum ritgerðum sem ég skilaði inn fyrir áramót. Það gladdi mitt fátæka námsmannshjarta, því þá þarf ég allavega ekki borga LÍN þetta strax heldur bara með vöxtum og alla ævi.

Hilmar Guðjónsson lendir í Kaupmannahöfn á morgunn til að heimsækja vin sinn Odd. Ég vona að þeir hafi gert sér það fullkomlega ljóst að ég ætla að vera uppáþrengjandi gaurinn um helgina. Ef ég þekki þá rétt verður þetta heljarinnar helgi. Planið sett á Carlsberg verksmiðjuna, kollegibarinn og Bjórkvöld FC Guðrúnar.

Ég hef verið hrikalega slakur við það að taka myndir frá því ég kom hingað aftur en ég reyni að munda kubbinn um helgina og þá í framhaldinu leyfi ykkur að njóta afrakstursins.

Sæl að sinni

1 Ummæli:

Þann 5:37 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

Keep up the good work.

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim