Molar
• Fór í póker með nokkrum strákum úr IF Guðrúnu á föstudagskvöldið. Gerum þetta svona á 3 vikna fresti og höfum gaman af. Leggjum oftast bara 50 danskar undir svo þetta er enginn rosa pottur sem sigurvegarinn fær enda meira gert til að hafa gaman af og svo til að þessir sem eru í sambandi fá smá frið frá kærustunum.
• Fór í skoðunarferð í höfuðstöðvar Nordisk Film með kvikmyndakúrsnum mínum á laugardaginn. Ótrúlegt að eitt elsta kvikmyndastúdíó í heimi hafi ekki áhugaverðari túr um svæðið sitt. Þarna var eiginlega ekkert að skoða nema tóm stúdío endurgerðir af gömlum settum. Leiðsögumaðurinn okkar talaði líka mjög lélega ensku sem var ekki til að auka áhugann.
• Um kvöldð var svo surprise afmælispartý fyrir hana Kristínu hans Odds. Óvænta uppákoman tókst fullkomlega og allir skemmtu sér vel í partýinu sem fylgdi eftir. Við gáfum stelpunni blender (sem Hödda tókst þó að eyðileggja seinna um kvöldið…) og var farið í að blanda kokteila. Skemmtileg tilbreyting frá bjórnum.
• Pálmar sagnfræðifélagi var svo Íslandsmeistari í handbolta á sunnudaginn. Þar sem hann er manna duglegastur að kommenta á þetta blogg finnst mér tilvalið að óska honum til hamingju með árangurinn hérna.
• Er búinn að vera mjög duglegur að hlaupa og er formið er allt koma. Er búinn að setja stefnuna á 21km í Reykjarvíkurmaraþoninu í sumar. Fer samt bara ef ég tel mig geta bætt tímann minn frá því í fyrra sem er 1:34, vil helst vera undir 1:30. Eina sem ætti að koma í veg fyrir það er hnéið mitt sem er búið að vera stríða mér og, já, kannski bjórinn.
• Hefði átt að monta mig aðeins meira af veðrinu í síðustu færslum því eftir þennan sólríka dag er eiginlega búið að vera frekar leiðinlegt veður. En nú á að fara aftur hlýnandi, ég vona bara að ég hafi ekki jinxað þetta aftur.
• Nú tekur við prófatörn hjá mér. “Prófin” mín eru tvær 15 bls ritgerð. Í kvikmyndakúrsnum ætla ég að skrifa um danska leikstjórann Lars Von Trier og er skiladagur 1. júní. Í hersetu kúrsnum mínum ætla ég að bera saman resistance hreyfingar í Danmörku og Noregi á meðan hersetu Þjóðverja í Seinni Heimsstyrjöldinni stóð yfir, sú ritgerð á að skila 18. júní.
• Hildur er svo væntanleg hérna Hvítasunnuhelgina í viðtal vegna skóla sem hún sótti um. Tilviljun ein réði því að einmitt sömu helgi er önnur bekkjarsystir í Köben en það er hún Rut. Ætli þær eigi ekki eftir að draga mann á svona eins og eitt kaffihús til ræða málin. Ég held það bara.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim