föstudagur, apríl 13, 2007

Páskarnir og heimsókn Gagga

Við félgarnir erum búnir að bralla margt og mikið, lítið og skrýtið á þessari viku heimsókn Garðars. Við snæddum saman fajitas á Páskadag, eflaust í fyrsta og eina skitpið sem ég borða mexikóst á þeim degi. Fljótlegt og gott. Garðar treystir sér miera að segja til að mæla með þessum rétt.

Ætluðum að grilla lambið sem hann kom með á páskadag. En það rigndi bara svo mikið. Daginn eftir var aftur á móti heiðskýrt og kjörin aðstaða til grill iðkunar. Þá grilluðum við þetta fína páskalæri sem heppnaðist líka svona vel. Var þetta frumraun mín í lambagrilli, allavega svona frá a-ö, hef áður staðið yfir lambinu, drukkið bjór og þóst gera eitthvað. En núna þurfti ég að hugsa um sósuna, meðlætið og borðhaldið, mikil ábyrgð sem ég tæklaði vel. Við buðum svo Oddi og Kristínu að njóta matarins með okkur. Voru allir á því að þetta smakkaðist mjög vel. Þetta geutr maður ef maður tekur sig til. Garðar á þó skilið sitt hrós við þessa eldamennsku.

Við heimsótum í Carlsberg verksmiðjuna, enda áhugamenn um hinn gyllta löður. Mér finnst alltaf jafn gaman að heimsækja "mekka" bjórsins. Fjárfesti meira að segja í einhverjum minjagripum frá verksmiðjunni og er ég núna kominn með ágætis safn sem stækkar með hverri heimsókn.

Fyrir utan að ganga endalaust upp og niður Strikið erum við búnir að heimsækja Fisketorvet og Fields sem eru tvær stærstu verlsunarmiðstövarnar hér í borg. Garðar búinn að standa sig vel í eyðslu og búinn að fjárfesta í ýmsum hlutum. Það er mun auðveldara að versla með honum heldur en tveim síðustu gestum mínum.

Búið að vera heitt og gott síðustu daga. 15 stiga hiti og sól. Eum við búnir að nýta sólina mjög vel. Fara út að hlaupa og hanga úti allan liðlangan daginn. Fórum í siglingu um canalinn í dag sem var fróðlegt og skemmtilegt. Veðrið fullkomnaði siglinguna enda glapandi sól. Ekki frá því að ég sé aðeins rjóðari kinnum en ég var fyrir.

Mamma kemur svo óvænt í vinnuferð hingað á morgunn. Markmiðið að hitta hana í þessa tvo frítíma sem hún fær. Á meðan sendi ég Gagga í Tívolið með Pétri Má. Buddan mín er þakklát fyrir að sleppa við sá ferð enda er ég ekki enn búinn að fjárfesta í nýju árskorti, á meðan grætur þó barnið í mér.

Garðar flýgur svo heim á sunnudaginn. Búið að vera frábært að hafa hann og erum við búnir að skemmta okkur ærlega. Verður þessi vika lengi í minni höfð.

Búið. Meira fljótt.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim