sunnudagur, apríl 08, 2007

Gleðilega Páska

Já, gleðilega páska allir saman. Ég ákvað að kasta inn þessari kveðju á meðan ég bíð eftir að haugurinn hann Garðar vakni. Vikan var annars pollróleg og lítið gert.

Kíkti þó í póker með strákum úr IF Guðrúnu á föstudaginn og smá øl eftir það. Loks fór ég heim með pottinn eða potturinn endaði í vasanum á konunni á barnum.

Garðar lenti í gær. Tókum því rólega og helguðum deginum okkar helstu ástríðu. Að horfa á fótbolta. Döpur úrslit voru ekki nóg til að slá okkur af laginu og vorum við að fíflast og hlæja nánast allan daginn.

Í töskunni með Gagga komu ýmsir hlutir frá foreldrum mínum. Þar ber hæst að nefna nýja hlaupaskó sem ég get ekki beðið eftir að vígja. Auk þess kom þetta upp úr töskunni. Ég er alveg að deyja að prófa þetta enda smá Apple óður. Því miður á ég ekki iPod Nano. Á einhver tvo og vill losa sig við einn?

Ég er farinn að ráðast á páskaeggið mitt. Hafið það gott um páskana.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim