300
Fór á 300 á laugardaginn. Búinn að vera bíða eftir henni frá því ég sá fyrsta trailer-inn af henni. Mér fannst hún góð. Gríðarleg vel stílstuð og tölvuvinnsla flott. Handritið ágætt, flest samtölin eru gríðarlega dramtískar hetjuræður sem skilja ekki mikið eftir sig, en þjóna myndinni vel. Ég ætla samt ekkert að koma með kvikmyndagagnrýni hér heldur að fjalla um annað málefni sem tengist þessari mynd.
Var búinn lesa og heyra um myndina áður en ég fór á hana. Þar var hún kölluð sögufölsun á hæsta stigi og í raun áróður Bandaríkjamanna gagnvart Írönum. Las grein í Fréttablaðinu um þetta fyrir um það bil viku síðan. Mér finnst rétt að menn hafi nokkrar staðreyndir bak við eyrað.
Það er rétt að myndin er lauslega byggð á bardaga sem gríski sagnaritarinn Heradótus, almennt kallaður faðir sagnfræðinnar, lýsti í verki sem hann skildi eftir sig. Ég ætla nú ekkert að sverta hans nafn enda er hann ekki í aðstöðu til að verja sig og hefur eflaust gert sitt besta miðað við tíð og tíma. En menn verða lesa hans skriftir með gagnrýnum hug. Sagnfræðileg vísindalega vinnubrögð þekktust ekki á þessum tíma. Þess fyrir utan að hann var hlutdrægur sem Grikki vegna þess að allt Grikkland græddi á “sigri” þessa 300 manna. Þess vegna getur verið að hann hafi farið frjálslega með staðreyndir, á hann til dæmis að hafa ýkt mannfjölda Persa mikið.
En aðalatrið er samt að þessi mynd er byggð á “graphic novel” eftir Frank Miller, sá hinn sama og skrifaði graphic novel-ana Sin City og Batman Returns. Myndin er víst sönn sögunni og byggð upp eins. Ég verð að viðurkenna að ég hef ekki lesið þessa myndasögu en menn sama hafa gert það eru víst sammála um þetta.
Þess vegna finnst mér að menn ættu að fara rólega í að dæma þessa mynd á þeim forsendum að hún sé ekki sagnfræðilega rétt og hrein og klár sögufölsun. Því hún gefur sig aldrei út fyrir að vera sagnfræðilega rétt þó svo að hún gerist á þessum tíma. Menn eiga að njóta hennar sem sem myndasögu kvikmynd líkt og Sin City. Að gagnrýna hana fyrir sögufölsun er svipað og íbúar Basin City í Bandaríkjunum mundu gagnrýna Sin City sem áróðursmynd gagnvart borginni.
Persónulega fannst mér gaman af því hvað Spartverjarnir voru breskir í háttum og töluðu ensku með miklum hreim. Hefðu þeir ekki tekið fram að þeir væru Spartverjar í annarri hverri setningu hefði ég allt eins ímyndað mér að þetta væru breskir stríðsgarpar. Er það rétt nálgun á mynd sem þykist vera sagnfræðilega rétt?
Með gagnrýni Írana hef ég lítið að segja. Það gæti vel verið að ástandið í dag hafi eitthvað með það að gera að þessi mynd hafi verið gerð, flýtt framleiðslu eða fjármögnuð. En ég ætla ekki að trúa að þetta sé pólitískt verk nema Frank Miller segi að það sé svo, enda höfundurinn á verkinu og sá eini sem veit svarið.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim