Þjóðfélagsmál og Páskar
Mikið hægt að plokka úr þjóðfélagsmálum heima til þess að skrifa um. Hef samt ekki lyst á því. Hingað til hefur þetta blogg verið mjög sjálfhverft og einungis fjallað um mig og mitt daglega líf. Er ég tilbúinn að fórna því og byrja skrifa um samfélagsmál? Eða er hægt að sameina þetta?
En ef ég ætla að byrja á því þá er núna fullkominn tími til þess. Þingkosningaár. Þau gerast ekki stærri viðfangsefnin en það. Nú síðast í dag var nýtt kosningaafl tilkynnt. En eins og áður segir hef ég ekki lyst á því að skrifa um það í dag. Pálmar félagi hefur hins vegar verið mjög duglegur við sleggjublogg uppá síðkastið. Ég hvet alla til þess að kíkja á síðuna hans og lesa það sem hann hefur að segja. Hann er nokkuð lunkinn penni að mínum dómi.
En aftur að mér. Ég fer ekki heim um páskana. Ég hef ákveðið að vera hérna úti. Ég skal ferðast til Jótlands til þess að hitta eina af mörgum ská-systur mínum, hana Evu og fjölskylduna hennar. Ég fæ heimsókn frá Garðari vini mínum frá 7-15 apríl eða í lok páskana. Ég hlakka mikið til þess. Ég mun reyna að nýta frítíman í páskafríinu til lærdóms enda vil ég helst ekki þurfa að vera læra allan júní í öllum hitanum og gleðinni. Ég hef ekki meira að segja í augnblikinu.
Er ég sjálfhverfur?
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim