Søndeborg
Lítið heyrst í mér. Enda lítið að segja. Ég vakna, læri, fer út að hlaupa, læri og fer svo að sofa. Inn á milli fer ég í tíma og reyni að skemmta mér með öðrum.
En á morgunn brýt ég upp rútínuna. Ég ætla að heimsækja Evu systur til Søndeborg, sem er dönsk borg sem er á Jótlandi og liggur nærri Þýskalandi. Þar verður líka pabbi en hann er að sækja mótórhjólið sitt fræga sem ég skrifaði um hér fyrir nokkru.
Verð þar fram á laugardaginn en þá er markmiðið að fara á Parken og sjá FCK. En Oddur stærðfræðingur er búinn að reikna það út að ef FCK vinnur þann leik verða þeir meistarar. Sérstaklega gaman að vera á Parken ef það gerist.
Fríða systir er svo væntanlega einhvern tímann seinna í mánuði svo það er heimsókn til að hlakka til.
Ég er annars svo tómur að ég kveð bara að sinni. Farið vel með ykkur.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim