Almenn uppfærsla
Það sem ég var í svona löngu blogghléi er þá ekki rétt að ég uppfæri ykkur, lesendur mína, um hvað sé í gangi hjá mér núna. Er á fullu að klára sagnfræðina. Er þó einungis í tveim kúrsum, Lýðræði á 20. öld og Heimspekilegum forspjallsvísindum. Er svo að fara á stað með BA ritgerðina mína, fer og funda um hana í næstu viku með prófessurunum mínum. Ætla ég deili svo ekki ritgerðarefninu og vinnslu á henni vel með ykkur, svo vel að þið hættið að nenna að lesa síðuna.
Vinnan gengur vel og líkar mér hún vel. Það er mjög gaman að vinna með krökkum og eitt er víst, manni leiðist aldrei. Fór á námskeið ætlaði nýjum kennurum (komst einmitt þar að því að ég má kalla mig leikskólakennara) þar sem þriggja ára háskólanámi var reynt að setja inn í hausinn á okkur á 3 tímum. Kom út og mundi eina aðferð. Hin svokallaða já-aðferð. Hún felur í sér að hægt er að segja já við 99% allra spurninga sem maður fær eins lengi og maður skilyrðir vel svarið. Ætla mér að reyna að nýta þessa aðferð í daglegu lífi framvegis.
Er síðan hreyfa mig þessa dagana. Keypti kort í Þrekhúsinu og er þar að hamast á lóðunum. Málið er bara að mér finnst svo leiðinlegt að lyfta, enda oftast með því að fresta því að fara lyfta og fer frekar út að hlaupa eða hjóla.
Já, þetta er eiginlega þrenningin hjá mér þessa dagana. Læra, vinna og hreyfa mig.
Ekki meira að sinni. Leiter
1 Ummæli:
þetta námskeið er gull, verstu bestu þrír tíman ævi minnar!!
það koma bara fleiri.
góða skemmtun
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim