Ragnheiði Elínu í 4 sæti!
Eins og ég var búinn að koma inná áður er prófkjör Sjálfstæðismanna í SV-kjördæmi á morgunn.
Meðal þeirra sem eru að bjóða sig fram er stórfrænka mín, hún Ragnheiður Elín. En fyrir þá sem vita það ekki þá er hún systir mömmu, svo hún er með góð gen. En það er ekki allt því stelpan er einnig þrælmenntuð. Hún er stúdent úr Kvennó, eftir það lá leiðin í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands og svo í masterinn í Georgtown University. Undanfarin níu ár hefur hún verið aðstoðarmaður Geirs H. Haarde forsetisráðherra og fylgt honum á milli ráðuneyta. Þannig að hún ætti að vera búin að gera sér grein fyrir hvað það er að vera þingmaður. Með þessa reynslu á bakinu ákvað hún að bjóða sig fram í prófkjörið. Ef þið viljið vita meira kíkið þá inn á ragnheidurelin.is.

Ég hef alltaf litið mikið upp til Röggu frænku. Hún er klár, góð, ákveðin og vel menntuð og það eru kostir sem einkenna góðan þingmann. Hún hefur alltaf verið til staðar fyrir mig og reynst mér vel, meðal annars með því að fara yfir ótal ritgerðir. Hún studdi mig í því að fara í Kvennó og í skiptinám og það eru ákvarðanir sem ég sé ekki eftir. Ég hvet því alla til að setja Ragnheiði Elínu í 4. sæti

Svona á seðillinn að líta út.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim