Niðurtalning
Sjitturinn, titturinn, mellan og hóran. Afsakið helvítis orðbragðið. Ég er bara svo spenntur að ég get ekki orða bundist. Ég er jafnvel spenntari en drottningin rétt áður að hún kveikir í fyrstu sígarettu dagsins. En þannig er með mál með vexti að nú styttist í heimsóknatörn. Mamma og pabbi mæta á svæðið á laugar- eða sunnudaginn og fara á miðvikudaginn, svo koma Hildur og Beta á þriðjudaginn og að lokum, síðastur en alls ekki sístur, kemur Bjarmi á fimmtudaginn. Þetta verður mega ljúft prógram.
Yfir í ögn í leiðinlegri fréttir. Nárinn er enn í messi (þó ekki Leo). Núna er hann byrjaður að toga í bakið mitt og gefa mér verki þar. Skynsamur maður mundi hætta að elta bolta út um allt og stunda útihlaup. En ég er ekki skynsamur maður. En það er orðið ljóst að ég þarf að reyna að komast í aðra aðgerð til að fá bót á mínum meinum. Ef það er eitthvað verri en nárinn þá er það hárið mitt. Það heldur bara endalaust áfram að vaxa og ég er löngu hættur að ráða við það. Og af einhverri ástæðu, sem er mér gjörsamlega ókunn, þá fara Íslendingar ekki í klippingu í útlöndum. Allir bíða þangað til þeir koma heim og taka klilluna þar. Þetta er einhver óbrjótanlega regla sem ég verð að fylgja. Svo ég er byrjaður að telja niður dagana þangað til ég fer í klippingu í staðinn fyrir telja niður í heimkomu. Þangað til geng ég með húfu.
Annars er ég búinn að vera með átak í eldhúsinu. Ég bauð Pétri Einars í mat í gær og bauð honum upp á kjúklinga faitjas sem var það gott að ég trúði varla að ég hefði gert það sjálfur. Síðan horfðum við á nýjasta Prison Break sem Pétur lifði sig svo mikið inní að hann var byrjaður að berja í mig í endann. Klassa miðvikudagskvöld þar á ferð.
Best að ég fari að læra núna því ég er ekki að fara að gera það í næstu viku og það styttist í ritgerðaskil.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim