sunnudagur, nóvember 12, 2006

Then there were two…

Jájá, Garðar er floginn heim og erum við Orri tveir eftir í C-104. En Orri flýgur heim á miðvikudaginn.

Dagskráin sem ég var búinn að plana fyrir strákana heppnaðist svona líka vel. Ég var búinn að kasta inn en myndum af Parken og eins og sést skemmtum við okkur ótrúlega vel. Við kíktum á Strikið, Fields og Fisketorvet. Strákarnir versluðu eitthvað, en fátæki námsmaðurinn gaf ókeypis tískuráð og lóðsaði túristana um borgina. Á fimmtudaginn tók félagi okkar Borat á móti okkur í Paldas bíóinu við Axeltorv og hélt okkur hlæjandi í 90 mínútur.

Á laugardagskvöldið var farið á kollegibarinn. Endaði það þannig að þar voru mættir hvorki fleiri né færri níu fyrverandi Valhýsingar. Þar voru Ég, Gaggi, Orri, Oddur, Pétur, Pétur Már, Stebbi Reykjalín, Dagur og Dabbi Halldór, en Stebbi var í heimsókn hjá þeim tveim síðast nefndum. Afleiðing þessa hittings var frekar slæm þynnka. Var þá ákveðið að sleppa heimsókn til orsaka þynnkunnar s.s. Carlsberg verksmiðjuna. Í staðinn var gengið yfir til hippa nágranna minna í Christaníu. En þar var ég að leika japanskan túrista og mynda allt í kringum mig. Smelli af einni mynd og þá gengur einn vígalegur félagi að mér og spyr hvort hann fái ekki að sjá myndina. Svo ég góðfúslega sýni honum hana. Þegar hann komst að því að ég hafði ekki verið að mynda hann þá sagði hann mér að það væri stranglega bannað að taka myndir af fólki í Christaníu og bað mig um að láta vélina niður. Náði félaginn að hræða mig svo mikið að ég tók ekki fleiri myndir þann daginn.

Eftir átök síðustu dag ákváðum ég og Orri að eyða deginum í dag í að taka það rólega og horfa á enska boltann. Reyndar voru Höddi og Anna Lára voru svo elskuleg að bjóða okkur í pönnsur svo við fórum við yfir og slátruðum myndarlegum bunka af pönnsum. Síðan er planið að fara til Malmö á morgunn og tjekka á þeim sænsku.

Ég fékk gott símtal frá Bjarma félaga í gær. En þannig er mál með vexti Hildur og Beta bekkjarsystur úr Kvennó ætla að kíkja til mín fyrstu helgina í des og var Bjarmi að spurja hvort hann væri ekki velkomin með. Ég hélt nú það, enda rauðhærðir alltaf velkomnir á mitt heimili. Svo nú er maður byrjaður að telja niður dagana í næstu heimsókn og þessi ekki einu sinni búinn. Þetta er ljúft líf.

Meira var það ekki að sinni. Hej hej.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim