mánudagur, febrúar 26, 2007

Grái fiðringurinn

Þau ykkar sem þekkið til pabba míns vita að hann er ekki eins og allir aðrir pabbar. Hans hugymynd um sumarfrí er að hlaupa maraþon eða klífa fjöll. Hann hefur meira að segja flúið til Ekvador að klifra fjöll yfir hátíðirnar til þess að komast hjá fjölskylduboðum. Þið sem þekkið mig vel vitið að þetta er frekar ólíkt mér. Það er kannski vegna þess hversu ólíkir við erum hve vel okkur kemur saman.

Fréttir að heiman herma að maðurinn sé kominn með gráa fiðringin. Það byrjaði víst mjög sakleysilsega. Hann keypti sér gítar og fór í gítarkennslu. Svo jókst þetta víst alltaf, hann keypti sér rafmagnsbassa og svarar ekki undir öðru nafni en Santana. Hann er búinn að biðja um svefnpláss hjá mér fyrir Hróaskeldu til þess að sjá hetjurnar sínar í The Who stíga á svið. Hann sagði að ef The Who væru nógu ungir til þess að spila á hátíðinni væri hann nógu ungur til að hlusta á þá þar. Ég mótmælti því ekki. En allt þetta er hneta miðað við hvað hann gerði nú síðast. Hann toppaði sig algjörlega með því að kaupa sér mótórhjól án þess að spyrja kóng né prest. Á ég nú að hafa áhyggjur af því að hann fari að yngja upp? Njéé, varla.


Hér má sjá pabba eyðileggja fullkomlega góða mynd af mér og mömmu.

Hann er víst væntanlegur í maí í heimsókn til mín til þess að koma hjólinu í ferju til Íslands. Ég er ekki mikil mótórhjóla maður svo ég get lítið frætt ykkur um þetta hjól. En það heitir víst Honda 650 Transalp og er ágerð 2006. Meira veit ég ekki. Svo það er aldrei að vita nema að ég fái mér mótórhjólapróf næsta sumar. En hugmyndin um mig á mótórhjóli í leðurgalla á Ingólfstorgi finnst mér frekar fyndin.

Annars var helgin með því allra rólegasta. Lítið á dagskránni þessa viku nema að stunda skólann. Um næstu helgi er svo Icelandair open. Það er innanhúsfótboltamót sem IF Guðrún heldur hérna. Það verður án nokkurs vafa heljarinnar fjör sem ég á eftir að sjá eftir næstu vikurnar þegar ég get ekki gengið án verkja. Að hlusta á mig, ég er byrjaður að kvarta áður en verkurinn er kominn. Ég er alger kjói.

Meira var það ekki.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim