Einn af stelpunum
Mér hefur verið tíðrætt mín nýja vinnan á blogginu síðkastið. Verður nú engin breyting á. Ætla þó aðeins að tækla málið frá nýrri hlið nú.
Það vita allir að meginþorri leikskólakennara saman stendur af kvennmönnum. En hingað til hef ég aðallega unnið mest megnis á vinnustöðum með óhefluðum karlmönnum. Svo þetta er ný reynsla fyrir mig. Umræðurnar á kaffistofunni eru það sem ég á í mestu erfileikum með að venjast. En ég reyni að sína lit og taka þátt eins mikið og ég get. En fjandinn hafi það, þegar umræðuefnin eru óléttur og appelsínuhúð þá er þetta einum of langt gengið. Þá fer ég bara frekar aftur að vinna.
Lýsi hér með eftir strákum til að vinna á leikskólum landsins. Ekki vegna þess krakkarnir þarfnast þeirra heldur vegna þess að ég geri það.
Haustfagnaður Mánabrekku í kvöld. Ég og um 20 konur. Sjáum hvort ég verði ekki búinn að stilla tíðahringinn minn eftir öllum hinum konunum í vinnunni eftir kveldið.
2 Ummæli:
já ég öfunda þig ekki að vera að vinna bara með óhefluðum kvenmönnum..
er kallinn ekki hress annars?
það eru ekki bara karlmönnum sem leiðast óléttu og appelsínuhúðar umræður í kaffistofunni gunni minn
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim