Topp 5
Við hertöku Þjóðverja á Danmörku þann 9. apríl 1940.
1. Algjör afneitun Dana við yfirvofandi hertöku, þó sérstaklega hjá Dr. Munch utanríkisráðherra, jafnvel þó þeir höfðu verið varaðir við þýska hernum deginum áður.
2. Þegar Þjóðverjar sigldu inn höfnina í Kaupmannahöfn, snemma morguns þann 9. apríl 1940, ætluðu danskir hermenn sem stóðu vörð við höfnina að vernda Danmörku og skjóta á þá úr fallbyssum. Því miður kunnu þeir ekki á fallbyssurnar.
3. Í staðinn fyrir að flýja frá hermönunum eða bera merki um ótta þá þyrptist fólk að þeim forvitið um hvað var að gerast.
4. Þjóðverjar lokuðu götum við Østerbro sem varð til þess að fólk komst ekki áfram í nokkurn tíma. Þetta var helst umkvörtunarefni Dana þennan dag. Þetta varð einnig til þess að sumir af helstu ráðherrum Dana urðu seinir á mikilvæga fundi um hertökuna því þeir sátu fastir.
5. 13 hermenn á Jótlandi björguðu “heiðri” danska hersins með skjóta nokkrum kúlum í átt til Þjóðverja, þó án þess að hitta neinn. Þeir höfðu ekki fengið skipunina að það mætti ekki skjóta á Þjóðverja.
Norðmenn aftur á móti öfugt við Dani kunnu á sínar fallbyssur og skutu á Þjóðverja. Þeir reyndu að berjast á móti stórveldinu en áttu aldrei séns í þýsku stríðsvélina. Vegna þess að þeir börðust fengu þeir verri umönnun frá þeim þýsku á meðan hertökunni stóð miðað við Dani. Bitrir fundu Norðmenn upp á orðatiltækið “að flýja eins og Dani” eða “Run as a Dane” eins og kennarinn minn orðaði það. Það þótti mikil móðgun í Noregi ef þetta var sagt um nokkurn mann.
Það skal tekið fram að þetta er skrifað í kaldhæðnislegum tón og er ekki fullkomlega sagnfræðilega rétt. Sem sagt meira skrifað í gamansömum tilgangi.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim