þriðjudagur, mars 06, 2007

Icelandair Open 2007

Fótboltamótið Icelandair open var hápunktur helgarinnar sem leið. Upphitun var á föstudaginn og dregið riðla. Eftir það var haldið í bæinn og fórum við í IF Guðrúnu á Pilegarden þar sem setið var að bjór og teningaspil. Auðvita var þó haldið heim snemma á leið þar sem keppnin hófst árla laugardags. Metnaðurinn gríðarlegur.

Mótið sjálft gekk ekki vel hjá mínu liði. Svo ég ætla ekkert að rita neitt meira um það, enda mitt blogg. En, einmitt þar sem þetta er mitt blogg, vil ég taka fram að ég skoraði mark og það gladdi mitt varnarmannshjarta mikið. Oddur náði að meiðast svo leikar snéru loks við og ég gat sagt honum að hætta þessu helvítis væli. Hann er núna á hækjum. Eftir mótið var farið og horft á stórleikinn í ensku knattspyrnunni. Á hann var horft á spólu þar sem leikurinn var spilaður á meðan mótið var enn í gangi. Mér fannst það ótrúlegt að þarna voru um 60 strákar og enginn gaf upp úrslitin svo þetta var eins og að horfa á hann beint. Vil ég þakka öllum fyrir það enda ekkert meira óþolandi en að vera horfa á leik þar sem maður veit úrslitin. Eftir leikinn var farið O´Learys sem er sportbar við Hovedbangarden, þar var boðið upp á burger. Svo var farið á öldurhús borgarinnar og var mikið um drykkju og ykkar einlægur var þar enginn undartekning. Það var þessi klassíski einum bjór of mikinn.

Sunnudagurinn fór í það að jafna sig andlega og líkamlega á mótinu. Var legið sitt á hvað í sófanum og rúminu allan daginn og ekki farið út úr húsi. En ég vil þakka öllum sem komu að þessu móti kærlega fyrir góða helgi. Alltaf jafn gaman að fara í gamla innanhúsfílingin og skemmti ég mér vel, þrátt fyrir óhagstæð úrslit.

Ætla að hlaupa í tíma, veri þið blessuð og sæl.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim