Er vorið komið?
Þá er ein önnur helgin flogin í burtu. Þessi helgi var strákahelgi. Horft var á knattspyrnuleiki og spilað var póker og PES. Í bland með smá øli, að s jálfsögðu.
Á miðvikudaginn fæ ég mína fyrstu heimsókn í smá tíma. En þá mæta tvær mætar meyjar á svæðið. Það eru þær Eva og Jóna. Þær eru eiginlega að fara í heimsókn til Hildar Gísla en vildu fá einn dag í stórborginni til að versla svo þær verða hér hjá mér í eina nótt. Svo fer ég kannski til Odense um helgina og kíki á þær. Það verður fínt að fá þær og fá smá pásu úr þessari daglegu rútínu. Vona bara að ég þurfi ekki að vera of lengi í H&M.
Það er loks byrjað að hitna hérna úti. Í dag var 15 stiga hiti og sól. Nýtti mér góða veðrið og fór út að hlaupa. Það var æðislegt að hlaupa aftur í stuttbuxum, langt síðan það var hægt síðast. Ekki frá því að ég sé kominn með smá lit eftir þetta stutta hlaup. Það er vonandi að þetta sé upphafið af góðu sumri.
Annars fór dagurinn í dag í það að taka til, verður víst að vera hreint þegar maður fær gesti. Tók ég ltilu íbúðina mína í gegn og þvoði þvott. Ég er ábyrgur íbúðarleigjandi. Svo í kvöld tek ég mér smá frí og horfi eitthvað á Dexter en ég var að fá seinni hluta seríunnar. Ég er nokk spenntur.
Lítið annað ske. Sæl að sinni.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim