mánudagur, mars 19, 2007

Ehha?

Smá liðið frá síðustu færslu. Það útskýrist bara á því að ég er búinn að vera frekar upptekinn. Á miðvikudaginn lentu þær Eva og Jóna. Það var farið beint á Strikið í framhaldinu. Þar varð ég vitni að mesta vilja til eyða pening sem ég hef nokkurn tímann upplifað. Búðirnar áttu aldrei séns og gátu ekkert gert á meðan vörurnar flugu úr hillunum í hendur tveggja kaupóðra stelpna. Ég stóð í losti og hélt á pokunum því þær voru “fljótari” að versla með báðar hendur lausar. Um kvöldið var farið á Wagamama sem er núðlustaður, sem Fríða systir kynnti mér fyrir, og var maturinn mjög góður. Svo var að sjálfsögðu dottið á Kollegibarinn um kvöldið en þreyta í stelpunum varð til þess að farið var snemma heim. Þá var líka þessi veisla í sjónvarpinu eða Baywatch og var sofnað út frá þeim gríðarlega góða þætti.

Þetta breytist ekkert seinni daginn. Ég kynntist H&M búðunum enn betur. Held að ég gæti fengið mjög auðveldalega vinnu þar enda þekki ég eflaust vörunar og búðirnar betur en sjálfir starfsmennirnir. Það var gleymt sér svo mikið í búðunum að það gafst ekki einu sinni tími til að fara í Carlsberg verksmiðjuna. En um fjögur leitið tóku stelpurnar lestina til Odense til Hildar Gísla og fékk ég þá kærkomið frí frá búðunum.

Á föstudaginn var mér boðið í læri til Hödda og Önnu Láru. Að sjálfsögðu voru þar líka Oddur og Kristín. Lærið heppnaðist rosa vel og þakka ég þeim fyrir frábæran mat. Svo var spilað og sötrað. En ég fór snemma heim enda var námsferð daginn eftir í Cinemateket sem er kvikmyndasafn þeirra Dana. Þar var okkur sýnt myndin sem var valin besta mynd Danmerkur á síðastliðnu ári. Hún heitir En Soap og segir frá sérstöku sambandi á milli konu og manns sem er á leið í kynskiptiaðgerð. Forvirtnileg mynd sem ég er alveg reiðubúinn að mæla með.

Eftir fyrsta leik dagsins í enska boltanum fór ég svo til Odense að hitta stelpurnar. Anna Lára var þá farin heim til Íslands og hann Höddi minn orðinn munaðarlaus. Svo ég tók hann bara að mér og fórum við saman. Í Odense hittum við stelpurnar og fórum út að borða á Jensens. Svo var farið á djammið í boði Ópals og Carlsberg. Næturlífið var nokkuð gott þarna í Odense og skemmtilega breyting frá kollegibarnum. Þó þótti lagavalið frekar lélegt en ég er nú orðinn frekar vanur því hér. Það var samt hægt að dilla sér við þetta.

Á sunnudaginn var mikið rætt um yfirvigt og hugsanlega aðferðir frá því að losna við yfirvigt. Lánaði ég flugfreyjutöskuna mína svo komist væri frá yfirvigt, þetta var mikið mál þarna en reddaðist allt að lokum. Svo haldið aftur til Kaupmannahafnar. Í lestinn stóðum við fjögur í milligangi því öll lestin var full. Ég og Höddi nokkuð þunnir og vel útlítandi og stelpurnar með úttroðnar töskur svo enginn komst framhjá. Pizza var borðuð við þessar aðstæður og 1,5 Kókflaska látin ganga á milli manna. Rosalega góður fílingur í þessu öllu saman.

Ég vil þakka Eva og Jónu fyrir samveruna og þakka fyrir heimsóknina, það var mjög gaman að fá ykkur og ég er tilbúinn að segja að ég skemmti mér alveg ágætlega við það að versla. Svo auðvita einnig öllum hinum fyrir góða helgi.

Eva var dugleg á myndavélinni og lofaði að láta mig vita þegar hún væri búinn að kasta inn myndum úr ferðinni. Ég gef þá link á myndasíðuna um leið.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim