Afmæliskveðjur og bikarúrslit
Pabbi minn á afmæli í dag. Hann er 55 ár. Í tilefni þess ákváðu hann og móðir mín að ferðast til Flórída. Væntanlega til þess að kynna sér elliheimili. Ég er mjög lélegur að muna afmælisdaga og hef örugglega móðgað helming ykkar með því að muna ekki eftir afmælisdögunum ykkar. En þegar ég vaknaði í morgunn mundi ég strax að þetta var afmælisdagurinn hans pabba. Svo um 10 leitið ákvað ég að hringja í hann áður en ég mundi gleyma því. Þá var víst klukkan 4 um nóttina í US&A. Góð afmælisgjöf það.
Ég er að byrja á léttri 5 bls ritgerð um samanburð á skemmdaverkum í Danmörku og Noregi á meðan löndin voru hertekin af Þýskalandi í Seinni Heimsstyrjöldinni. Mér líst vel á verkefnið. Ef vel gengur þá stækka ég hana kannski 20 bls lokaritgerð í þessum áfanga.
Ég vil óska Gróttu stelpum góðs gengis í úrslitaleik bikarsins á laugardaginn komandi. Þó sérstaklega uppáhalds kvennhandboltaiðkandanum mínum henni Öddu. Það er vonandi að hún hristi þessi veikindi af sér fyrir leikinn. Ég á allavega eftir að bíða spenntur fyrir framan skjerminn á meðan leik stendur. Áfram Grótta.
Ekkert plan komið fyrir helgina. Ætli það verði ekki lesið og hreyft sig. Svo er Oddur búinn að lofa í póker á laugardaginn. Ætli ég hafi ekki gott að því að tapa eins og 100 dönskum þar, ég á nú svo mikið af þeim. Ég held það nú.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim