Í regnboga tímans
Núna síðastliðinn föstudag, nánar tiltekið 26. október, komu út tveir hlutir sem ég hef beðið eftir með nokkurri eftirvæntingu.
Fyrst ber að nefna Leopard nýjasta stýrikerfið í Mac Os X seríunni. En biðin eftir þessari uppfærslu hefur verið óvanalega löng. Stýrikerfið hefur verið að fá ágætis dóma þar sem ég hef lesið en því miður er ég ekki búinn að ná mér í það sjálfur. En það gerist eflaust von bráðar. Á meðan bíð ég eins og lítið barn eftir jólunum, því að fá nýtt stýrikerfi frá Apple er eins og fá nýja tölvu.
Hinn er PES 2008. Leikurinn lítur mjög vel út, en hefur verið að fá slæma dóma vegna hikst þegar hann spilast. Jafnvel þegar hann er spilaður PS3 sem tækjabúnaðslega á að vera kraftmest tölvan á markaðinum í dag. En nördanir í Konami eru á fullu að búa til plástur sem vonandi bætir þetta. Það er vonandi að þeir ná að laga þetta því það er varla hægt að byrja að bíða eftir nýjum PES í heilt ár þegar þessi er nýkominn út. Gæti þetta verið fyrst klikk PES-manna en hingað til? Ég hef hingað til verið mjög ánægður með alla PES leikina og fundist þeir mun skemmtilegri í spilun en FIFA, sem er þeirra helsti keppinautur. Það er ekkert annað í stöðunni en að bíða og sjá en ég neita því ekki að ég varð fyrir vonbrigðum.
Þessi færsla átti alltaf að koma út á föstudaginn samtímis útgáfu þessa hluta en ég lagðist í rúmið og eyddi helginni þar glápandi á enska boltann. Er þó staðinn úr rekkju og er aftur orðinn fílhraustur.
Fyrst ég er deila skoðun mínum á afþreyingahlutum þá vil ég endilega mæla með In Rainbows, nýjustu afurð Radiohead (varla hægt að kalla þetta disk þar sem það ekki búið að gefa diskinn út enn). Radiohead hefur eitthvað tak á mér því ég fíla allt sem þeir gefa út og þessi diskur er enginn undantekning. Afurðinn er mjög þægileg í hlustun og skemmtileg.
Svo vil ég líka mæla með Tímunum okkar, fyrsta disk Sprengjuhallarinnar. Þessi diskur er búinn að koma mér verulega á óvart. Langt síðan að eins góðir textar hafa komið út á gamla ylhýra. Ég hef líka alltaf gaman af diskum sem eru með þema, líkt og til dæmis Sgt. Peppers með Bítlunum og Graduation með Kanye West, finnst það oftast gera diskana mun hlustanlegri. Sem mér finnst mjög mikilvægt enda er ég mun meira fyrir að hlusta diska í heild heldur en playlista. Á Tímunum okkar er tíminn yrkisefnið og það er leyst mjög vel, get nánast fullyrt að mánuðirnir og árstíðarnar hafa aldrei verið þuldir jafn oft upp á íslenskum disk áður og finnst mér það vel gert.
Vonandi hjálpar þetta ykkur eitthvað. Meira var það ekki.
2 Ummæli:
Comment!
Góður strákur, verð að viðurkenna að ég er búinn að vera fastur með Sprengjuhöllina í eyrunum og er þetta vægast sagt snilldar diskur!!
Venlig hilsen
Amager Keban & Tuborg Classic
þú ert svo mikill nörd, það er yndislegt, þú bætir það samt aðeins upp með smá tónlistar kúlness í lokinn.
þú ert uppáhaldsnördinn minn samt.
p.s. og amen við færslunni hér á undan, hvað er málið með fiski... jeg vil ekki einu sinni kalla það fiskibollur, heldur fiskisteypu.
sakn sakn frá dk.
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim