Áskorun
Hetjan hann faðir minn hljóp NYC Marathon síðasta sunnudag. Lauk hann herlegheitunum á tímanum 4:03:20 sem þykir góður tími.
Í tilefni þess skoraði hann á mig að hlaupa með sér Kaupmannahafnarmaraþon þann 18. maí næstkomandi. Gekk hann það langt að skrá mig í hlaupið án minnar vitneskju.
Ég er ekki enn búinn að ákveða hvort ég eigi að taka þetta verkefni af mér. Þetta kitlar óneitanlega mikið.
Verst finnst mér að undirbúningstímabilið fyrir þetta hlaup er yfir köldustu vetrarmánuði hérna heima.
Ætla íhuga þetta aðeins, læt ykkur vita í lok janúar.
Eigið góða helgi.
2 Ummæli:
Ertu maður eða mús?
ég býð mig fram sem klappstýru!!
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim