Ísland - Danmörk
Heil og sæl.
Helgin var fín. Á föstudaginn kom Hildur Gísla til mín og svaf eina nótt áður en hún hélt heim til Íslands. Hún var að klára prófin og seinasti dagur Péturs í Danmörku í nokkrun tíma og því var skemmt sér í nokkru óhófi. Sumir þó meira en aðrir. Öngvu að síður skemmtilegt kvöld.
Laugardagurinn fór mest megnis í leti. Pétur Már kom í heimsókn og enduðum við hjá Hödda og Önnu Láru og horfðum á The Black Dhalia, nýjustu mynd Brian De Palma, útkoman var þó nokkur vonbrigði.
Pétur seldi mér heimasímann sinn og örbylgjuofninn sinn, gegn mjög vægu gjaldi áður en hann fór enda drengur góður. Hans verður saknað. Ég gaf honum loforð áður en hann fór sem á ég þó enn eftir að efna, lesendum síðunnar verður gert viðvart þegar það hefur verið efnt.
Handboltaæði Íslendinga hefur ekki farið fram hjá okkur hér í Danmörku. Horft hefur verið á leikina í gegnum ýmsar leiðir. Það hefur til dæmis verið horft á sjónvarp sem var tengd við tölvu sem var í vefmyndavélasambandi við tölvu heima með vefmyndavélina beint að sjónvarpi (flókinn setning), einnig var keyptur aðgangur að Sputnik en það er fyrirtækið sem á einkaréttinn á sýningu leikjana á netinu hér í Danmörku, því miður eru leikirnir í frekar lélegum gæðum þar. Best var það þegar við áttum leikinn á móti Þýskalandi en þá náði ég leiknum á einni þýskri stöð hérna heima en það þurfti auðvita að vera leikur sem skipti ekki miklu máli. Eins og allir vita þá lentu Íslendingar á móti Dönum í 8 liða úrslitum og verður það rosalegur leikur. Það er jafnvel að maður máli sig í framan fyrir útsendinguna. Ég mun klæðast íslenska landsliðsbúningnum allan daginn (gefandi það að Oddur skili honum) og öskra Áfram Ísland á alla Dani.
Meira var það ekki.