Miðvikudagar
Eru einfaldlega bestu dagar vikurnar. Nú spyrð þú, lesandi góður, afhverju er það?
Það er einfaldlega vegna þess að þá hittist frábær vinahópur og iðkar hina göfugu íþrótt fótbolta. Hópurinn saman stendur af gamla Gróttu-genginu auk nokkra valinkunnra gestaleikmanna.
Við erum kannski aðeins stærri, feitari, klunnalegri og úthaldsminni en við skemmtum okkur alveg jafn vel og þegar við vorum pollar.
Vörnin verður á svæðinu.
Sóknin á harma að hefna frá síðasta leik varnar á móti sókn, svo þeim veitir ekki af því að mæta allir í kvöld.
3 Ummæli:
enda vantaði aðalmanninn í leikinn, þið hefðuð ekki átt séns ef ég hefði spila svo ég vil fá rematch á sama tíma á næsta ári :)
Þú gerðir samt alveg þitt gagn þennan dag Gaggi. Þú til dæmis tókst þessar prýðismyndir.
Ég er alltaf til í rematch.
Plís, tæklaðu hann Gumma alveg feitt fyrir mig og segðu að það sé frá mér ;)
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim