Leiksigur
Vinnustaðurinn minn, Leikskólinn Mánabrekka, fagnaði 11 ára afmæli um daginn.
Að því tilefni var boðið upp á húllumhæ. Þar á meðal var ákveðið að setja upp á leikritið Geiturnar þrjár, en bókina þekkja flestir til. Ráðið var í hlutverkin á starfsmannafundi sem ég var ekki viðstaddur. Endaði það auðvita með því að ég var látinn í hlutverk. Féll mér í skaut hlutverk Kiðakiða, yngstu geitarinnar, mér til mikillar ánægju.
En á sýningu kom í ljós að ég hef falda hæfileika. Ég er bara ágætis leikari og óhætt er að kalla framgöngu mína ekkert annað en leiksigur. Hef þó ekki hug á því að gera þetta að starfsframa en það er gott að vita að maður býr að þessu ef sagnfræðin er ekkert að virka.
Búningurinn var ekki af verri toganum því það kom í ljós að ef þú snýrð við 66° norður kraftgalla þá ertu kominn með þennan fínan geitarbúning.
Öllu gríni sleppt þá var þetta bara nokkuð skemmtilegt. Skemmtilegast finnst mér þegar börn á öðrum deildum sem ég þekki lítið ganga upp að mér af fyrra bragði og tilkynna mér það að ég hafi leikið Kiðakið.
Læt fylgja með mynd sem sannar sigurinn. Þarna er ég að ganga yfir brúnna, búinn að sannfæra tröllið um að éta næstu geit og tilbúin að fara og bíta gras.

3 Ummæli:
Viltu ekki fara að koma með "blogg-sigur" svona einstöku sinnum?
Þú ert hetjan mín hr.Gunnar
Gussi, kommon!
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim