þriðjudagur, desember 04, 2007

Hvað er að ske?

Ætlunin var að reyna að bíða með það að koma með færslu hingað í mánuð. En ég er bara of duglegur að blogga til þess.

Aðalástæðan fyrir letinni hefur verið ritgerðarsmíði, en ég á oft erfitt með það að koma með færslu þegar ég að er að skrifa á fullu. Ritgerðin mín fjallaði um þjóðaratkvæðagreiðslur og var fyrir kúrsinn lýðræði á 20. öld. Þessi ritgerð var í stað prófs og þess vegna var vandað til verksins.

Við vinnu þessara ritgerðar komst ég að því að stjórnarskráin er með gallaðari plöggum sem þessi þjóð á og að engin vill vinna bót á því. Þá síst stjórnmálamenn sem eru í kjöraðstæðu til að breyta henni.

Þar sem ritgerðin í þessum kúrs gilti sem próf þá er einungis eitt próf á dagskránni. Það er á afmælisdegi móður minnar þann 7. desember næst komandi, en prófið er úr gleði áfanganum Heimspekileg forspjallsvísindi. Ég er ekki í prófum á afmælisdaginn minn sem er sá 8. desember og get ég ekki nefnt ykkur það ár sem það gerðist síðast. Það verður erfitt að díla við það enda er ég gríðarlega vanafastur maður.

Meira var það ekki.

4 Ummæli:

Þann 5:58 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

Flottur strákur, ánægður með þig.

Gangi þér vel í prófinu. Ég vil ekkert lægra en 9,5 út úr þessu prófi, annars þarf ég alvarlega að íhuga það að taka þig í bóndabeygju.

 
Þann 10:00 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

Oi, achei seu blog pelo google está bem interessante gostei desse post. Gostaria de falar sobre o CresceNet. O CresceNet é um provedor de internet discada que remunera seus usuários pelo tempo conectado. Exatamente isso que você leu, estão pagando para você conectar. O provedor paga 20 centavos por hora de conexão discada com ligação local para mais de 2100 cidades do Brasil. O CresceNet tem um acelerador de conexão, que deixa sua conexão até 10 vezes mais rápida. Quem utiliza banda larga pode lucrar também, basta se cadastrar no CresceNet e quando for dormir conectar por discada, é possível pagar a ADSL só com o dinheiro da discada. Nos horários de minuto único o gasto com telefone é mínimo e a remuneração do CresceNet generosa. Se você quiser linkar o Cresce.Net(www.provedorcrescenet.com) no seu blog eu ficaria agradecido, até mais e sucesso. If is possible add the CresceNet(www.provedorcrescenet.com) in your blogroll, I thank. Good bye friend.

 
Þann 9:01 f.h. , Blogger gussi sagði...

Takk fyrir það Róbert minn. Ég vona að það komi ekki til bóndabeygjunnar.

En Crescenet ég þekki þig ekki baun en vill samt ekkert bæta þér í blogrollið mitt.

 
Þann 1:52 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

ég er ánægð með þetta.

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim