föstudagur, desember 07, 2007

7. desember

Afmælisdagur móður minnar. Rétt að óska henni til hamingju með daginn.

Prófdagur hjá mér. Próf í Heimspekilegum forspjallsvísindum bíður úrlausnar eftir um það bil tvo klukkutúma. Var að rifja það upp við sjálfan mig að það er komið eitt og hálft ár síðan ég fór síðast í lokapróf. Hef síðan þá skilað endalausum ritgerðum. Af þeim sökum er ég spenntari fyrir prófinu en oft áður.

Eftir prófið flýg ég svo út til Boston í helgarferð með móður minni og föður. Þar mun ég eyða afmælisdeginum mínum í góðu yfirlæti og flýg svo heim á sunnudaginn.



Mikið að gera í dag.

5 Ummæli:

Þann 7:22 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

Viljið þið ekki kíkja til mín?...það er svo helv.. stutt :)
Góða skemmtun í Boston og hafðu það gott á morgun!!
Tinna stinna

 
Þann 8:28 f.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

Til hamingju með daginn kallinn minn. Hafðu það gott í Boston!

 
Þann 12:25 e.h. , Blogger Oddur og Kristín í København sagði...

hæ gussi minn

vildi bara segja til hamingju med afmælið og njóttu frídagsins;) mundu að afmælisdagur er sérstakur dagur.... ef þú hittir systur mína þarna úti þá bið ég að heilsa henni......
hafðu það gott kallinn minn og við hittumst kannski um jólin
kristín edda

 
Þann 12:25 f.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

Ég er búinn að óska þér til hamingju með daginn, og gerði það á réttum degi!

Hins vegar þá ætla ég enn og aftur að árétta að mér finnst þú vera fífl fyrir að vera búinn í prófum 7.des!!!

Annars fínn gaur.

 
Þann 4:25 e.h. , Blogger hildur sagði...

Update???

hmmm???

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim