Heitt
Hvernig á að vera hægt að sitja inni og skrifa ritgerð í 20 stiga hita og glampandi sól?
Sagnfræðinemi og leikskólaleiðbeinandi segir reynslusögur sínar.
Er mest að dúlla mér við skriftir þessa dagana. Tímarnir búnir í skólanum svo nú get ég helgað mig algerlega skrifum. Gengur alveg sæmilega og er ég kominn vel á veg með fyrri ritgerðina. Enda nauðsynlegt að byrja haska sér enda von á gestum á næstunni. Hildur mætir á fimmtudaginn og verður eitthvað inn og út úr C-104, en það er barist um stelpuna þegar hún er í Kaupmannahöfn enda á hún marga að hér í borg. Svo verður víst Rut bekkjarsystir úr Kvennó líka á svæðinu svo maður reynir að hitta á hana. Eftir viku mætir svo Pétur Einars hingað. Svo það er ágætis dagskrá framundan.
Number of workouts 20
Spennandi kosningum lokið. Er búinn að vera nokkuð úr sambandi þessar kosningar enda búsettur í öðru í landi. En að sjálfsögðu nýtti ég mér minn lýðræðislega rétt og kaus utankjörstaðar í Sendiráðinu í Kaupmannahöfn. Með um það bil 10.000 þúsund manns búandi í Kaupmannahöfn fannst mér skrýtið að ekki var lögð meira áhersla hjá flokkunum að kíkja hingað og kynna málefnin sín. Sá samt að Samfylkingin hefði komið hingað en hef ekki fundið neitt frá öðrum flokkum. Gæti haft eitthvað með það að gera að nún er hægt að finna mest allt um kosningastefnur flokkanna á netinu ef fólk hefur áhuga.
Tók fremur kjánalegt og mjög svo staðlað próf á netinu sem á að gefa manni vísebendingu um hvert maður hallast í íslenskum stjórnmálum.
Flott ferð til Sønderborg frá fimmtudegi til laugardags. Virkilega gaman að sjá Evu systir sjá hvernig hún og fjölskyldan lifðu. Þetta er ágætis bær, lítill og virkilega danskur. Lumaði á sögulegum minjum frá bardögum Dana og Þjóðverja um hertogadæmin Slésvík og Holstein sem ég náði að skoða. Pabbi var á svæðinu með nýja barnið í fjölskyldunni, þ.e. hjólið sem er líka svona flott. Litli bróðir fékk samt ekki að koma út að leika því pabbi fann bílskúr og geymdi brósa þar alla helgina. Ég fékk þó far á því á leiðinni til bílskúrsins sem ég naut til hins ítrasta.
Lítið heyrst í mér. Enda lítið að segja. Ég vakna, læri, fer út að hlaupa, læri og fer svo að sofa. Inn á milli fer ég í tíma og reyni að skemmta mér með öðrum.