Gleðileg Jól
Aðstandandi gunnitobbi.blogspot.com vill óska lesendum sínum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.
Hafið það gott yfir hátíðarnar.
Sagnfræðinemi og leikskólaleiðbeinandi segir reynslusögur sínar.
Aðstandandi gunnitobbi.blogspot.com vill óska lesendum sínum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.
Einar setningar blogg virðast vera í tísku hjá mér þessa stundina. Best að halda því áfram.
Ef einhver á rjúpur sem vill gefa mér og öðlast þannig mitt þakklæti (get því miður ekki boðið betur en það) þá má hann endilega hafa samband við mig.
Topp 5
Ég er frekar rólegur þessa dagana. Er að klára 15 bls ritgerð í Nordic Mythology áfanganum sem ég er í. Fjallar ritgerðin um hvort Loki Laufeyjarson hafi verið einn af goðunum eður ei. Það gengur fínt að skrifa, er reyndar að skrifa á ensku og það hefur reynst aðeins erfiðara en ég átti von á. Kom mér svolíið á óvart hvað ég er með lélegan orðaforða miðað við hvað að ég hef alltaf hrósað mér að góðum árangri í ensku.
Ég vil þakka fyrir allar afmæliskveðjunar sem ég fékk í gær. Sama í hvernig formi þær bárust. Fyrir þá sem gleymdu því þá elska ég ykkur alveg jafn mikið bara aðeins minna.
Þá eru seinustu gestir mínir flognir heim á leið og þar með lýkur þessu gestabrjálæði sem búið er að vera í nóvember. Ég kveð það bæði með söknuði og fögnuði. Enda búið að vera frekar stíft prógram. Nú er ekki von á neinum gestum fyrir ritgerðaskil. Ekki veitir af enda þarf ég allan tímann sem get í lestur.
Nú eru allir mínir gestir mættir. Bjarmi flaug inn í gær og þá er allt crewið mætt (eða þeir sem gátu mætt). Við vorum búin að taka því rólega fyrir komu hans stelpurnar bara búnar að vera versla og ég búinn að vera í skólanum. Eftir komu Bjarma var allt sett á fullt og kollegibarinn heimsóttur. Afrakstur þess er að við erum öll frekar óver núna, sumir þó verr en aðrir. Sökum plássleysis flúði Hildur til Coop vinkonur sínar svo hún slapp frá öllu þessu rugli. Dagskráin er nokkuð frjáls en fyrir utan að þau ætla versla er planið að kíkja á Carlsberg verksmiðjuna, Tívolí og jafnvel Parken. En hvað rætist úr því kemur bara í ljós.