þriðjudagur, desember 26, 2006

Gleðileg Jól

Aðstandandi gunnitobbi.blogspot.com vill óska lesendum sínum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

Hafið það gott yfir hátíðarnar.

miðvikudagur, desember 20, 2006

Heimkoma

Einar setningar blogg virðast vera í tísku hjá mér þessa stundina. Best að halda því áfram.

Ritgerð skilað. Klukkutíma fyrir skilafrest. Mjög líkt mér.

Hálfpakkaður og vel sturtaður.

Flugvélin kemur og sækir mig klukkan 22:10

Gamla númerið fer í gang þegar ég lendi, ef einhver þarf að ná mig.

Ég þromba inn einhverju bloggi á meðan ég er heima.

Svo ein mynd í lokin til að hressa uppá þetta. Hún var tekin afmælisdaginn minn á Dr. Spock og sýnir mig og Pétur Má "slamma".

þriðjudagur, desember 19, 2006

Áttu rjúpu?

Ef einhver á rjúpur sem vill gefa mér og öðlast þannig mitt þakklæti (get því miður ekki boðið betur en það) þá má hann endilega hafa samband við mig.

24 tímar í Leifsstöð.

mánudagur, desember 18, 2006

Jólin í ár

Topp 5

1. Hitta vini og ættingi (þó meira spenna fyrir því nú í ár en hefur verið undanfarin ár)
2. Jólatívolí
3. Julebryg
4. Low – Just like Christmas
5. Rjúpur

2 dagar í komu.

miðvikudagur, desember 13, 2006

Læri læri lær!

Ég er frekar rólegur þessa dagana. Er að klára 15 bls ritgerð í Nordic Mythology áfanganum sem ég er í. Fjallar ritgerðin um hvort Loki Laufeyjarson hafi verið einn af goðunum eður ei. Það gengur fínt að skrifa, er reyndar að skrifa á ensku og það hefur reynst aðeins erfiðara en ég átti von á. Kom mér svolíið á óvart hvað ég er með lélegan orðaforða miðað við hvað að ég hef alltaf hrósað mér að góðum árangri í ensku.

Jólin eru að nálgast hratt. Þau ná alltaf að læðast aftan að mér. Á eftir að kaupa nokkrar jólagjafir en ætla að ráðast í það um helgina. Hlusta nánast einkum á jólalög þessa dagana við skriftir einungis til þess að auka geðveikina. Anna Lára og Höddi ætla halda upp á Litlu-jólin á laugardaginn og er góð stemming fyrir því. Verður boðið upp á hangikjet og lambalæri svo eitthvað sé nefnt.

Ég býst fastlega við því að fljúga heim þann 20. des. Var búinn að velta nokkrum dögum fyrir mér en þessi virðist henta best. Ekki frá því að það er komin smá spenna í mig að halda heim á leið. Sérstaklega eftir að ég lenti í smá drama í skólanum um daginn sem endaði samt einkar vel í lokinn.

Vill líka hér með óska Pálmari góðs gengis í prófunum. Hann er núna að læra fyrir þessa geðveiki sem kallast Almenn Lögfræði. Ég vona að halda upp heiðri okkar sagnfræðinemi og rústi þessu prófi. Vonandi að hann lesi heldur ekki yfir sig því þá verður ekkert gaman að fá sér einn Julebryg með honum um jólin. Pálmar! Ég sakna þín.

Farinn aftur að læra.

laugardagur, desember 09, 2006

Reiðfákur

Ég gleymdi alltaf að segja frá því að ég erfði hjól um daginn. Þetta prýðis Mongoose hjól var áður í eigu Jóns, sem var þjálfari Guðrúnar, en hann er nú fluttur aftur heim. Hjólið hefur komið sér vel og fer ég nú allt sem ég get hjólandi líkt og alvöru Dani. Very nice.

Þökk Þökk

Ég vil þakka fyrir allar afmæliskveðjunar sem ég fékk í gær. Sama í hvernig formi þær bárust. Fyrir þá sem gleymdu því þá elska ég ykkur alveg jafn mikið bara aðeins minna.

Hápunktur dagsins var þegar Árni Þór, 4 ára frændi minn, söng afmælissönginn fyrir mig í gegnum síma. Veit ekki hvað er langt síðan að einhver söng fyrir mig afmælissönginn og hvað þá að jafn mikilli innlifun.

Það var haldið smá boð í íbúðinni hans Odds fyrir mig í gær. Þar kom þetta helsta fólk sem ég er með hérna úti. Ég fékk æðislegar gjafir. Ber að nefna blómakörfu, mynd af mér með Basshunter (þrátt fyrir að ég hef aldrei hitt manninn), afmælishatt, geðveika lyklakippu og flottan bol. Eftir festið var haldið á Dr. Spock sem tryllti líðinn á The Rock niðrí bæ. Það var fín upplifun að sjá þá live. Óttar Proppe geislaði af kynþokka. Svo var farið frekar snemma heim, edrú, enda að skrifa á fullu.

Seinna í dag ætla ég njóta afmælisgjöfina sem ég gaf sjálfum mér, leyfi til að horfa á nágrannaslaginn í Manchester borg.

mánudagur, desember 04, 2006

Einn í kotinu

Þá eru seinustu gestir mínir flognir heim á leið og þar með lýkur þessu gestabrjálæði sem búið er að vera í nóvember. Ég kveð það bæði með söknuði og fögnuði. Enda búið að vera frekar stíft prógram. Nú er ekki von á neinum gestum fyrir ritgerðaskil. Ekki veitir af enda þarf ég allan tímann sem get í lestur.

Bjarmi, Beta og Hildur héldu snemma af stað í morgunn eftir mjög svo vel heppnaða ferð. Stelpurnar náðu að versla fullt og meira að segja Bjarmi tók sprett í H&M. Enn á ný horfði ég á fólk eyða peningum með öfundsaugum, fann þó eina jólagjöf sem ég ætla sannfæra foreldra mína að kaupa fyrir mig.

Á föstudaginn fórum ég, Bjarmi og Beta í Fields að versla og enduðum mini-golf sem er staðsett í mallinu. Það var ágætis afþreying fyrir utan þá staðreynd að Bjarmi vann og við deildum brautinni með 40 konum á “besta aldri” sem voru í einhverskonar árshátíð. Að mínum dómi voru þær hvorki í ástandi til að keyra né leika mini-golf. Í lokinn voru boltarnir farnir að fljúga full nálægt manni. Í mini golfi nota bene. Kvöldinu var svo eytt í létt sötur niðrá Kollegibar.

Á laugardaginn byrjuðum við á að fara í Carlsberg verksmiðjuna en þeir hafa sett upp túr um verksmiðjuna. Þetta var með skemmtilegri söfnum sem ég hef farið á. Hafa ska það í huga að ég er búinn með safnafræði í Aðferðum II svo ég er með gagnrýnisgleraugun á mér þegar ég fer á söfn. Í minjagripabúðinni var margt sem hugurinn girntist þó ekkert meir en gamlir Carlsberg kassar, sem voru frekar svalir. Aldrei að vita nema að maður fjárfesti í einum slíkum áður en maður heldur heim á leið. Eftir safnið var haldið í Tívoli. Keyptur var túrpassi og gerð árás á tækin. Hildur umbreytist í 4 ára krakka og naut sín í botn, Bjarmi óttast ekkert eftir allar þessar snjósleðaferðir, Betan var mega hress á tækin og Coop vinkona hennar Hildar hló alltaf eins hún ætti lífið að leysa í tækjunum svo félagsskapurinn var ekki að verri endanum. Farið var í öll helstu tækin. Ég sleppti þó að fara í Himmelskibet og fékk nett diss frá öllum. Réttmætilega. Eftir tækin fórum við á Wagamama sem er staður sem Fríða systir kynnti mér fyrir í London og sérhæfir sig núðlum. Hann setti punktinn yfir i-ið á frábærum degi.

Á sunnudaginn var farið á Strikið og seinustu kaupin á eyrinni (eða höfninni) gerð. Síðan var farið á Roberts kaffi til heiðurs Robba í kaffi og kleinur og svo enduðum við Jensens Bøfhus. Rólegur en ótrúlega vel heppnaður dagur.

Eftir að þau fóru snemma í morgunn fór ég að taka til. Rosalega getur þetta litla herbergi mitt orðið skítugt. Réðst ég á öll þrjú litlu herbergin mín og eru þau orðin eins og ný. Íbúðin stækkaði líka margfalt við þessa tiltekt og allt í einu fannst mér ég hafa fullt af plássi. Baðherbergið var þó sínu verst því af einhverri ástæðu fengu allir þrír gestir mínir þá þrá að faðma klósettið mitt, þó af mismunandi ástæðum og mismunandi mikið. Nóg um það, það er allavega orðið hreint.

Ég setti eitthvað myndum inn á myndasíðuna mína. Um að gera skoða þær elskurnar mínar.



Farfuglaheimilið út.

föstudagur, desember 01, 2006

Gamli gestagangurinn

Nú eru allir mínir gestir mættir. Bjarmi flaug inn í gær og þá er allt crewið mætt (eða þeir sem gátu mætt). Við vorum búin að taka því rólega fyrir komu hans stelpurnar bara búnar að vera versla og ég búinn að vera í skólanum. Eftir komu Bjarma var allt sett á fullt og kollegibarinn heimsóttur. Afrakstur þess er að við erum öll frekar óver núna, sumir þó verr en aðrir. Sökum plássleysis flúði Hildur til Coop vinkonur sínar svo hún slapp frá öllu þessu rugli. Dagskráin er nokkuð frjáls en fyrir utan að þau ætla versla er planið að kíkja á Carlsberg verksmiðjuna, Tívolí og jafnvel Parken. En hvað rætist úr því kemur bara í ljós.

Ég tók síðan slaka akademíska ákvörðun en góða jólafrís ákvörðun. Sagði mig úr Cross and Cresent: Spain in the middle ages og tók frekar ritgerð í Danish Culture áfanganum. En ég hefði átt að skila 25 bls ritgerð 4. janúar í Spánaraáfanganum sem hefði semi eyðilagt jólafríið mitt. En nú þarf ég bara að skila 8 bls ritgerð um danska menningu fyrir 20. des. Svo þegar gestirnir fara fer allt á fullt í lærdómnum því nú þarf ég að skila tveimur ritgerðum 20. des. En er maður ekki oftast bestur undir pressu? Ég held það nú.

Að lokum smá skilaboð til Tinnu og Robba frá okkur hinum: Tinna og Robbi við söknum ykkar mega! Vildum að þið gætuð verið hérna hjá okkur. En það styttist í jólafrí og Bjarmi er búinn að lofa spilakvöldi í nýja pleisinu sínu svo það er ekki langt bíða eftir hitting. Ef þið hagið ykkur vel er aldrei að vita nema að þið fái símtal frá okkur.

Kveðja frá ruslahauginum sem einu sinni var fallega íbúðin mín.