laugardagur, mars 24, 2007

Topp 5

Klúbbar í heiminum í dag:

1. Grótta
2. Manchester United
3. FC Barcelona
4. FC København
5. IF Guðrún

fimmtudagur, mars 22, 2007

Þjóðfélagsmál og Páskar

Mikið hægt að plokka úr þjóðfélagsmálum heima til þess að skrifa um. Hef samt ekki lyst á því. Hingað til hefur þetta blogg verið mjög sjálfhverft og einungis fjallað um mig og mitt daglega líf. Er ég tilbúinn að fórna því og byrja skrifa um samfélagsmál? Eða er hægt að sameina þetta?

En ef ég ætla að byrja á því þá er núna fullkominn tími til þess. Þingkosningaár. Þau gerast ekki stærri viðfangsefnin en það. Nú síðast í dag var nýtt kosningaafl tilkynnt. En eins og áður segir hef ég ekki lyst á því að skrifa um það í dag. Pálmar félagi hefur hins vegar verið mjög duglegur við sleggjublogg uppá síðkastið. Ég hvet alla til þess að kíkja á síðuna hans og lesa það sem hann hefur að segja. Hann er nokkuð lunkinn penni að mínum dómi.

En aftur að mér. Ég fer ekki heim um páskana. Ég hef ákveðið að vera hérna úti. Ég skal ferðast til Jótlands til þess að hitta eina af mörgum ská-systur mínum, hana Evu og fjölskylduna hennar. Ég fæ heimsókn frá Garðari vini mínum frá 7-15 apríl eða í lok páskana. Ég hlakka mikið til þess. Ég mun reyna að nýta frítíman í páskafríinu til lærdóms enda vil ég helst ekki þurfa að vera læra allan júní í öllum hitanum og gleðinni. Ég hef ekki meira að segja í augnblikinu.

Er ég sjálfhverfur?

mánudagur, mars 19, 2007

Ehha?

Smá liðið frá síðustu færslu. Það útskýrist bara á því að ég er búinn að vera frekar upptekinn. Á miðvikudaginn lentu þær Eva og Jóna. Það var farið beint á Strikið í framhaldinu. Þar varð ég vitni að mesta vilja til eyða pening sem ég hef nokkurn tímann upplifað. Búðirnar áttu aldrei séns og gátu ekkert gert á meðan vörurnar flugu úr hillunum í hendur tveggja kaupóðra stelpna. Ég stóð í losti og hélt á pokunum því þær voru “fljótari” að versla með báðar hendur lausar. Um kvöldið var farið á Wagamama sem er núðlustaður, sem Fríða systir kynnti mér fyrir, og var maturinn mjög góður. Svo var að sjálfsögðu dottið á Kollegibarinn um kvöldið en þreyta í stelpunum varð til þess að farið var snemma heim. Þá var líka þessi veisla í sjónvarpinu eða Baywatch og var sofnað út frá þeim gríðarlega góða þætti.

Þetta breytist ekkert seinni daginn. Ég kynntist H&M búðunum enn betur. Held að ég gæti fengið mjög auðveldalega vinnu þar enda þekki ég eflaust vörunar og búðirnar betur en sjálfir starfsmennirnir. Það var gleymt sér svo mikið í búðunum að það gafst ekki einu sinni tími til að fara í Carlsberg verksmiðjuna. En um fjögur leitið tóku stelpurnar lestina til Odense til Hildar Gísla og fékk ég þá kærkomið frí frá búðunum.

Á föstudaginn var mér boðið í læri til Hödda og Önnu Láru. Að sjálfsögðu voru þar líka Oddur og Kristín. Lærið heppnaðist rosa vel og þakka ég þeim fyrir frábæran mat. Svo var spilað og sötrað. En ég fór snemma heim enda var námsferð daginn eftir í Cinemateket sem er kvikmyndasafn þeirra Dana. Þar var okkur sýnt myndin sem var valin besta mynd Danmerkur á síðastliðnu ári. Hún heitir En Soap og segir frá sérstöku sambandi á milli konu og manns sem er á leið í kynskiptiaðgerð. Forvirtnileg mynd sem ég er alveg reiðubúinn að mæla með.

Eftir fyrsta leik dagsins í enska boltanum fór ég svo til Odense að hitta stelpurnar. Anna Lára var þá farin heim til Íslands og hann Höddi minn orðinn munaðarlaus. Svo ég tók hann bara að mér og fórum við saman. Í Odense hittum við stelpurnar og fórum út að borða á Jensens. Svo var farið á djammið í boði Ópals og Carlsberg. Næturlífið var nokkuð gott þarna í Odense og skemmtilega breyting frá kollegibarnum. Þó þótti lagavalið frekar lélegt en ég er nú orðinn frekar vanur því hér. Það var samt hægt að dilla sér við þetta.

Á sunnudaginn var mikið rætt um yfirvigt og hugsanlega aðferðir frá því að losna við yfirvigt. Lánaði ég flugfreyjutöskuna mína svo komist væri frá yfirvigt, þetta var mikið mál þarna en reddaðist allt að lokum. Svo haldið aftur til Kaupmannahafnar. Í lestinn stóðum við fjögur í milligangi því öll lestin var full. Ég og Höddi nokkuð þunnir og vel útlítandi og stelpurnar með úttroðnar töskur svo enginn komst framhjá. Pizza var borðuð við þessar aðstæður og 1,5 Kókflaska látin ganga á milli manna. Rosalega góður fílingur í þessu öllu saman.

Ég vil þakka Eva og Jónu fyrir samveruna og þakka fyrir heimsóknina, það var mjög gaman að fá ykkur og ég er tilbúinn að segja að ég skemmti mér alveg ágætlega við það að versla. Svo auðvita einnig öllum hinum fyrir góða helgi.

Eva var dugleg á myndavélinni og lofaði að láta mig vita þegar hún væri búinn að kasta inn myndum úr ferðinni. Ég gef þá link á myndasíðuna um leið.

mánudagur, mars 12, 2007

Er vorið komið?

Þá er ein önnur helgin flogin í burtu. Þessi helgi var strákahelgi. Horft var á knattspyrnuleiki og spilað var póker og PES. Í bland með smá øli, að s jálfsögðu.

Á miðvikudaginn fæ ég mína fyrstu heimsókn í smá tíma. En þá mæta tvær mætar meyjar á svæðið. Það eru þær Eva og Jóna. Þær eru eiginlega að fara í heimsókn til Hildar Gísla en vildu fá einn dag í stórborginni til að versla svo þær verða hér hjá mér í eina nótt. Svo fer ég kannski til Odense um helgina og kíki á þær. Það verður fínt að fá þær og fá smá pásu úr þessari daglegu rútínu. Vona bara að ég þurfi ekki að vera of lengi í H&M.

Það er loks byrjað að hitna hérna úti. Í dag var 15 stiga hiti og sól. Nýtti mér góða veðrið og fór út að hlaupa. Það var æðislegt að hlaupa aftur í stuttbuxum, langt síðan það var hægt síðast. Ekki frá því að ég sé kominn með smá lit eftir þetta stutta hlaup. Það er vonandi að þetta sé upphafið af góðu sumri.

Annars fór dagurinn í dag í það að taka til, verður víst að vera hreint þegar maður fær gesti. Tók ég ltilu íbúðina mína í gegn og þvoði þvott. Ég er ábyrgur íbúðarleigjandi. Svo í kvöld tek ég mér smá frí og horfi eitthvað á Dexter en ég var að fá seinni hluta seríunnar. Ég er nokk spenntur.

Lítið annað ske. Sæl að sinni.

fimmtudagur, mars 08, 2007

Afmæliskveðjur og bikarúrslit

Pabbi minn á afmæli í dag. Hann er 55 ár. Í tilefni þess ákváðu hann og móðir mín að ferðast til Flórída. Væntanlega til þess að kynna sér elliheimili. Ég er mjög lélegur að muna afmælisdaga og hef örugglega móðgað helming ykkar með því að muna ekki eftir afmælisdögunum ykkar. En þegar ég vaknaði í morgunn mundi ég strax að þetta var afmælisdagurinn hans pabba. Svo um 10 leitið ákvað ég að hringja í hann áður en ég mundi gleyma því. Þá var víst klukkan 4 um nóttina í US&A. Góð afmælisgjöf það.

Ég er að byrja á léttri 5 bls ritgerð um samanburð á skemmdaverkum í Danmörku og Noregi á meðan löndin voru hertekin af Þýskalandi í Seinni Heimsstyrjöldinni. Mér líst vel á verkefnið. Ef vel gengur þá stækka ég hana kannski 20 bls lokaritgerð í þessum áfanga.

Ég vil óska Gróttu stelpum góðs gengis í úrslitaleik bikarsins á laugardaginn komandi. Þó sérstaklega uppáhalds kvennhandboltaiðkandanum mínum henni Öddu. Það er vonandi að hún hristi þessi veikindi af sér fyrir leikinn. Ég á allavega eftir að bíða spenntur fyrir framan skjerminn á meðan leik stendur. Áfram Grótta.

Ekkert plan komið fyrir helgina. Ætli það verði ekki lesið og hreyft sig. Svo er Oddur búinn að lofa í póker á laugardaginn. Ætli ég hafi ekki gott að því að tapa eins og 100 dönskum þar, ég á nú svo mikið af þeim. Ég held það nú.

þriðjudagur, mars 06, 2007

Icelandair Open 2007

Fótboltamótið Icelandair open var hápunktur helgarinnar sem leið. Upphitun var á föstudaginn og dregið riðla. Eftir það var haldið í bæinn og fórum við í IF Guðrúnu á Pilegarden þar sem setið var að bjór og teningaspil. Auðvita var þó haldið heim snemma á leið þar sem keppnin hófst árla laugardags. Metnaðurinn gríðarlegur.

Mótið sjálft gekk ekki vel hjá mínu liði. Svo ég ætla ekkert að rita neitt meira um það, enda mitt blogg. En, einmitt þar sem þetta er mitt blogg, vil ég taka fram að ég skoraði mark og það gladdi mitt varnarmannshjarta mikið. Oddur náði að meiðast svo leikar snéru loks við og ég gat sagt honum að hætta þessu helvítis væli. Hann er núna á hækjum. Eftir mótið var farið og horft á stórleikinn í ensku knattspyrnunni. Á hann var horft á spólu þar sem leikurinn var spilaður á meðan mótið var enn í gangi. Mér fannst það ótrúlegt að þarna voru um 60 strákar og enginn gaf upp úrslitin svo þetta var eins og að horfa á hann beint. Vil ég þakka öllum fyrir það enda ekkert meira óþolandi en að vera horfa á leik þar sem maður veit úrslitin. Eftir leikinn var farið O´Learys sem er sportbar við Hovedbangarden, þar var boðið upp á burger. Svo var farið á öldurhús borgarinnar og var mikið um drykkju og ykkar einlægur var þar enginn undartekning. Það var þessi klassíski einum bjór of mikinn.

Sunnudagurinn fór í það að jafna sig andlega og líkamlega á mótinu. Var legið sitt á hvað í sófanum og rúminu allan daginn og ekki farið út úr húsi. En ég vil þakka öllum sem komu að þessu móti kærlega fyrir góða helgi. Alltaf jafn gaman að fara í gamla innanhúsfílingin og skemmti ég mér vel, þrátt fyrir óhagstæð úrslit.

Ætla að hlaupa í tíma, veri þið blessuð og sæl.