Topp 5
Klúbbar í heiminum í dag:
1. Grótta
2. Manchester United
3. FC Barcelona
4. FC København
5. IF Guðrún
Sagnfræðinemi og leikskólaleiðbeinandi segir reynslusögur sínar.
Klúbbar í heiminum í dag:
Mikið hægt að plokka úr þjóðfélagsmálum heima til þess að skrifa um. Hef samt ekki lyst á því. Hingað til hefur þetta blogg verið mjög sjálfhverft og einungis fjallað um mig og mitt daglega líf. Er ég tilbúinn að fórna því og byrja skrifa um samfélagsmál? Eða er hægt að sameina þetta?
Smá liðið frá síðustu færslu. Það útskýrist bara á því að ég er búinn að vera frekar upptekinn. Á miðvikudaginn lentu þær Eva og Jóna. Það var farið beint á Strikið í framhaldinu. Þar varð ég vitni að mesta vilja til eyða pening sem ég hef nokkurn tímann upplifað. Búðirnar áttu aldrei séns og gátu ekkert gert á meðan vörurnar flugu úr hillunum í hendur tveggja kaupóðra stelpna. Ég stóð í losti og hélt á pokunum því þær voru “fljótari” að versla með báðar hendur lausar. Um kvöldið var farið á Wagamama sem er núðlustaður, sem Fríða systir kynnti mér fyrir, og var maturinn mjög góður. Svo var að sjálfsögðu dottið á Kollegibarinn um kvöldið en þreyta í stelpunum varð til þess að farið var snemma heim. Þá var líka þessi veisla í sjónvarpinu eða Baywatch og var sofnað út frá þeim gríðarlega góða þætti.
Þá er ein önnur helgin flogin í burtu. Þessi helgi var strákahelgi. Horft var á knattspyrnuleiki og spilað var póker og PES. Í bland með smá øli, að s jálfsögðu.
Pabbi minn á afmæli í dag. Hann er 55 ár. Í tilefni þess ákváðu hann og móðir mín að ferðast til Flórída. Væntanlega til þess að kynna sér elliheimili. Ég er mjög lélegur að muna afmælisdaga og hef örugglega móðgað helming ykkar með því að muna ekki eftir afmælisdögunum ykkar. En þegar ég vaknaði í morgunn mundi ég strax að þetta var afmælisdagurinn hans pabba. Svo um 10 leitið ákvað ég að hringja í hann áður en ég mundi gleyma því. Þá var víst klukkan 4 um nóttina í US&A. Góð afmælisgjöf það.
Fótboltamótið Icelandair open var hápunktur helgarinnar sem leið. Upphitun var á föstudaginn og dregið riðla. Eftir það var haldið í bæinn og fórum við í IF Guðrúnu á Pilegarden þar sem setið var að bjór og teningaspil. Auðvita var þó haldið heim snemma á leið þar sem keppnin hófst árla laugardags. Metnaðurinn gríðarlegur.