Fjölskyldan á Selbraut 12 varð fjölskyldan á C-104
Helgin er búin að líða fáránlega fljótt. Það er búið að vera æðislegt að hafa fjölskylduna hérna alla hjá sér og var ég búinn að sakna þeirra allra mikið. Eini gallinn var að það var fullt þröngt á þingi hér í C-104.
Fríða náði að bregða mömmu og pabba hressilega þegar hún opnaði hurðina á íbúðinni minni og tók á móti þeim. En þau vissu ekkert að komu hennar. Það voru svo sannarlega fagnaðarfundir. Þegar við vorum ekki að hygge okkur hjá mér vorum við á Strikinu. Mamma og pabbi náðu að versla fullt en ég og Fríða vorum ögn rólegri í tíðinni. Ég náði þó að sníkja nokkra hluti og setja á kreditkortið hjá pabba. Fékk svo afmælisgjöf bæði frá foreldum mínum og Fríðu, settið gaf mér skó og Fríða flotta húfu. Við kíktum í julefrokost á Det Lille Apotek sem er elsti veitingastaðurinn í Kaupmannahöfn og við systkinin skelltum okkur í jólatívolí. Eftir það er ég ekki frá því að ég sé kominn í smá jólaskap sem er hálfgert guðlast hjá mér þar sem venjulega byrja ég ekki að hlakka til fyrr en eftir afmælið mitt. En ég sem reglurnar svo ég hlýt að mega brjóta þær. Fríða flaug svo til London í kvöld og mamma og pabbi fljúga heim á morgunn.
Á laugardagskvöldið gerðist ég frábær gestgjafi og skildi fjölskylduna eftir og fór út á djammið (er samt löglega afsakaður því þau voru öll búin að vera vakandi í næstum heilan sólarhring og því ekki í partýstuði). Því sama kvöld fór fram árshátið IF Guðrúnar. Var það mikil og skrautleg hátíð, svona ein með öllu. Oddur tók heim verðlaunin Bjartasta voninn og er vel að þeim verðlaunum kominn strákurinn, tilykke Oddur minn. Eftir góðan mat og gott session á Pilegarden enduðum ég, Oddur, Kristín, Dagur og Tine á einhvejrum breskum pub þar sem þessi "eini bjór of mikið" var drukkinn. En þetta var hörkustuð og strákarnir í Guðrúnu eru eins og fyrr segir algjörir snillingar.
Kastaði inn myndum á myndasíðuna mína. Þó ekkert of mörgum enda var ég latur á vélinni um helgina.
En gestatörnið er rétt byrja því Hildur og Beta lenda hér á morgun og svo kemur Bjarmi á fimmtudaginn. Ég hlakka til.
Fjölskyldan á C-104 kveður.