Vetur konungur
Ég er byrjaður að þurfa nota ullarsokka, nefið mitt er orðið jafn rautt jólakúlu að lit og það kemur móða á gleraugun mín þegar ég kem inn úr kuldanum, svo ég minnist nú ekki á snjóinn...
...það er kominn vetur.
Sagnfræðinemi og leikskólaleiðbeinandi segir reynslusögur sínar.
Ég er byrjaður að þurfa nota ullarsokka, nefið mitt er orðið jafn rautt jólakúlu að lit og það kemur móða á gleraugun mín þegar ég kem inn úr kuldanum, svo ég minnist nú ekki á snjóinn...
Núna síðastliðinn föstudag, nánar tiltekið 26. október, komu út tveir hlutir sem ég hef beðið eftir með nokkurri eftirvæntingu.
Sá þessa grein inná Vísi.is og byrjaði að velta fyrir mér hugsanlegu landsliði Kataloníu. Hef lengi haft áhuga á svæðinu og knattspyrnuliðinum þar, þó aðallega Barcelona. Vegna gæða miðjumanna ákvað ég að láta liðið spila 4-3-3. Ekki slæmur mannskapur miðað við lítið svæði landfræðilega séð.
Mér hefur verið tíðrætt mín nýja vinnan á blogginu síðkastið. Verður nú engin breyting á. Ætla þó aðeins að tækla málið frá nýrri hlið nú.
Þar sem sumarið er á enda runnið og skammdegið byrjað að þokast yfir mann er vel við hæfi að birta nokkra góðar myndir frá sumrinu til að ylja sér.
Það sem ég var í svona löngu blogghléi er þá ekki rétt að ég uppfæri ykkur, lesendur mína, um hvað sé í gangi hjá mér núna. Er á fullu að klára sagnfræðina. Er þó einungis í tveim kúrsum, Lýðræði á 20. öld og Heimspekilegum forspjallsvísindum. Er svo að fara á stað með BA ritgerðina mína, fer og funda um hana í næstu viku með prófessurunum mínum. Ætla ég deili svo ekki ritgerðarefninu og vinnslu á henni vel með ykkur, svo vel að þið hættið að nenna að lesa síðuna.
Það þurfti ekkert að pína mig til að titla ferðasöguna með þessu nafni. Enda eina nafnið sem kemur til greina þegar ferðast er til Alabama.
Ákvað að uppfæra aðeins síðuna. Var búinn að fá leið á gamla útlitinu og þó sérstaklega Danebro sem blasti alltaf við.
Eftir góða pásu frá bloggi ætla ég að reyna að koma mér aftur í gírinn. Kannski er þetta tilraun sem ekki mun ganga, það verður tíminn einn að skera úr.